Nafn skrár:AdaBja-1889-10-14
Dagsetning:A-1889-10-14
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Denton 14 óktober 1889

Elskulegi bróðir

það er nú langt um liðið síðan jeg hef sent þjer línu og er nú komið uppúr á mjer að skammast mín fyrir trassaskapin að hafa ekki skrifað þjer jeg ætla nú samt að láta af þeim galma sindavana og senda þjer fáeinar línur með þessari ferð firir jólin og vona jeg að þær megi hitta ikkur öll glöð og heilbrigð í Jesú nafni

Af mjer er nú allt gott að segja jeg hef alltaf góða heilsu og krapta og Guðs og goðra manna hilli sem er fyrir mestu í þessu lífi jeg er nú búinn að vera hjer í Nebraska nærri því 2 ár og

fellur mjer hjer vel jeg kom hingað í November 1881 og gekk jeg á skóla þann vetur í firra sumar vann jeg hjá þiskum manni fyrir 13 á mánuðinn í 7 mánuði þegar tímin var úti rjeði rjeði jeg mig hjá ríkum nauta bónda uppá $16 á m. fyirr veturin og $19 fyrir sumarið jeg var hjá honum þangað til seinastliðin Júlí fór jeg frá honum og vann hjá Jóni Halldórssini í uppskjerunni fyrir $1,50 á dag svo 2 August rjeði jeg mig í 5 mánuði uppá $20 á. m. það er nú það hæðsta kaup sem jeg hef haft og hærra en vanalega er gefið hjer vanalegt kaup er frá 15 til 18 dollarar á mánuðin jeg hef nú vinnu hjá þessum manni þangað til í Januar og hjer verður annas nóg vinna í allan vetur því maísin er ágætur þettað ár og

eins voru hafrar hveitið er hætt að gróa hjer menn sá því ekki lengur. það þikir ekki borga sig og er það senbinn frá róva og missíni það verður annars ekki langt að bíða þangað til ekkert er ræktað hjer annað en mais það þikir borga sig best, 0 Jeg má til með að sega þjer af Lárusi í þessum miða því hann skrifar þjer aldrei. hann er nú í sumar stað og hann veit þegar þú skjildir við hann og vona jeg hann verði þar eilífur augna kort og almættis 00000 hann hefur 80 ekrur af Skólalandi og lifir nú á því í ár hann bygði hús og úthísi þar í vor að leið og settist þar að hann hefur 3jú hross og folald um 20 svín og 1a kú en konuna vantar nú kom járnbraut rjett fyrir vestan hann í vor og á að verða staðnæm þar ná lagt

og bíst Lárus við að geta selt bráðum fyrir 2000 dollara og þá er hann nú góður. Kristján Halldórsson hafði 160 ekrur af landi nálægt Lárusi og í sumar seldi hann það fyrir 3200 dollara og nú atlar hann til dakóta til að kaupa þar búlegt land og ef hann fer þá fer jeg með honum hann er velviljaður og værn drengur, elsku Torfi ef þú færð þennan miða þá skrifaðu mjer og segðu mjer um hægi þína og ásigkomulag yfir höfuð hvað marga skolapilta þú hefur og hvað þeir læra hvað margar skepnur þú hefur og kyr og hesta segðu mjer hvað nafni minn er að göra og svo 00 hvernig kunningunum líður yfir höfuð, ef þú skrifar mjer og spirð mig spjöronum úr þá skal jeg skrifa þjer allt sem jeg get fyrirgefðu þetta klór og lestu í málið þinn elskandi bróðir Bjartur. kjisstu Guðlaugu og öll börnin firir mig og jeg bið að heilsa öllum kunningonum

Svona skaltu skrifa utaná til min

A. Barnason Denton Lancaster Nebraska U.S. America

Myndir:123