Nafn skrár:SigPal-1867-02-27
Dagsetning:A-1867-02-27
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 16 og 18 Marts sendur 00 sedill getur S. G 0 full0000 0000 P. O 00000 0 fj00 i amerk.úr.

Br.b.st. 27 Febr. 1867

ástkiæri gódi br. minn!

fyrst Jón litli hédan er ferdbúin til sjóar atla eg ad nota ferd hans til ad þakka þér innilega kiærkom= na bréfid þitt med J. bödul hann kom eptir 3ia vikna útivist med talsvert brotid i bagga sínum enn bréfin vel geimd, ekki ertu viss um þad br.m.g. ad eg hirdi ekki um þá einu mind sem þú segist eiga, enda þó hún væri af siálf= um þér, þá bidst mér líklega ekki annad betra, nefnl: ad fá ad siá þig persónulega og þiki mér þad alt= af þúngur kostur fyrst ekki er þó léngra á milli okkar, Eg sendi þér ad gamni mínu bréf prófasts svo þú siáir hvad eg hef grætt á þvi ad tilbidja stiptsyfirv þad mun

vera áþekt þvi sem þig grunadi, eg sýndi syslum. mínum próf br. og sagdist hann ekki geta skilid annad enn ad kyrkjubæar málid væri upp á einhvurn máta út dautt, fyrst St.y.v bentu ekkert til þess og þad þirfti ad vita viss= u fyrir þvi ádur enn nokkurn hlut væri hreitt vid þessu, og rádlagdi mér ad spurja þig ad hvurt þú gætir vitad nokkur úrslit þess þvi lítid mundi verda um sætt okkar ser Sæm ef han vissi þad á prión unum enn væri þad ekki síndist sér rádlegast eg reindi ad leita konúngsúrskurdar enn hlidra mér ef mögulegt væri hiá ad hleipa i mál, blessadur leidbeind= u mér nú eins og þú ert vanur eg er optar bærileg til heilsu núna og getur skéd ad eg lifi léngi til ad mæda hann ser Sæm

Bjarni litli frá Móeidh hefur verid hiá mér sídan nyár ad læra ad lesa og frædin og gott hvad meira væri enn vid höfum þúngan ródur hann latur og óadgætin enn eg jafnast lítid vid Gunnu okkar i ad kénna, sem ödru, hvad geingur núna med födursystur arfin okkar atla vid sleppum ekki af steikini og sleikum um fíngurnar, hér eru ekki almenu fréttirnar annad en sultur og seira einhvurjur höfdu róid i giær i austur landejum enn ekki ferst hvurt þeir urdu varir hardindin eru nú farin ad ama ad mér þvi saudirnir mínir sem eg á hiá kalli í auraselinu kvu vera farn= ir ad jeta af sér ullina, enn hana má eg ómögulega missa

eg hef lengi ekki frétt af Siggu mini á Selal: enn hún hafdi sagt i fyrsta sinni þegar hún tók inn úr floskuni þini, ædi= mikid væri þad betra enn lísid, enn þo kiæmi svoslæmt upp i hálsin á sér, eg vona samt hún hrædi sig vid flöskuna eg sendi henni líka Raudvíns= blöndu til ad súpa á til ad hreinsa hálsin, fóstra hennar ætlar ad hætta ad búa i vor og vera i hús= mensku á jördini med 2 dætur sínar og Siggu vill hún ekki missa Odda teingdasiskinin hafa féngid jördina til ábúdar handa Grími Thomsen, heldur þú ekki ad bænda stadan fari heldur ad lagast forláttu samtíníngin br.m.g. ástsam= lega bid eg ad heilsa húsb. þínum lifdu ásamt þeim heill og sæll óskar

þín ætíd elsk systir

Sigr Pálsdóttir

Myndir:12