Nafn skrár:SigPal-1867-05-23
Dagsetning:A-1867-05-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

svar. 8 juni og sendt motonal afskr af skuldabrefi Petur kvertsoni feld hans Sigridar yngri, ds. 30/3 1867. þinglesid a 00ra 18/5 00 med iarsedly Sigridar, n00a0ali00 stadsett R. 2 ljosmyndir S.P.

Br.b.st. 23 Mai 1867

hiartkiæri gódi br minn!

ástsamlega þakka eg þér sedilinn med Jóni hérna, þó hann væri stuttur og færdi mér þar til slæmar fréttir af fótum þínum enn eg ætla ad bidja og vona ad eg fái betri fréttir af þeim næst líka þakka eg þér allar útvegurnar sem mér líkudu ágætlega eins og vant er, eg sendi þér aptur mini baugin med ástar þakklæti til þess sem vildi unna mér kaups á honum hefdi mér légid á þvi, enn hinu getur þénad mér eins og þvi kaupi eg hann heldur ekki sendi eg þér samt verdid fyrir hann mína enn eg skal muna eptir þvi, eg sendi Siggu mini strags kver= inu og sagdi henni ad þú hefdir sent henni þaug

eg vona stúlkan sé valla vaxin upp úr þeim svo þaug verdi gód til ad halda vid lestrinum i sumar, aungvar eru fréttir hédan nema gródurleisid og hardindin, hér lídur öllum vel, og enda mér, og flitur alt út i miólk og misu, ekki hunángi skrifadu mér sem fyrst br.m.g. heilsubata af siálfum þér og góda heilsu húsb. þinna sem eg bid hiartanleg ad heilsa, lifdu svo farsæll sem óskar

þín elsk. systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12