Nafn skrár:SigPal-1867-10-05
Dagsetning:A-1867-10-05
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 12 Oct 67

Breidab.st. 5 Octbr 1867

ástkjæri gódi br minn!

Nú er eg mikid frískari enn þegar eg skrifadi þér seinast, þó ónit ad vinna og rétt til ad skrifa mín ómerkilegu bréf, Jón átti lánga úti= vist af ótídini rak þó heim i giær med heilu og höldnu hann bar mér kvedju þína og var hún betri enn ekki neitt eg vona líka þú bæt= hana dálítid upp med Jóni i Lambh. sem eg ætla ad bidja firir þennan sedil, eg verd líka ad bidja þig ad gera svo vel og taka út i Reikn= íngin min hiá Sivertsen 8 lb af hvitu sikri ekki mjög hrodalegu þvi eg vona ad Jón taki til mín hvad helst sem hann væri bedin um, eg fékk línu frá Þ. systir og mind af henni og þiki mér hún ferda falleg enn ser Skúli segir hún sé ekki eins íllileg eins og eg, og sagdi eg ad hún hefdi ekki nyfeingid þas

á dögunum med skólapiltum sem híngad komu fékk eg bréf frá frændkonu okkar, eg legg þad i sedil þennan og bid þig svara þvi undir mínu nafni ef þér þikir þess þurfa mér finst þad svo vitlaust ad eg get ekki gért ílt verra med ad skrifa adra eins markleisu til andsvars, eg er ekki vidlátin ad gefa henni hvurki 1 eda 2 hundr dali og hafdi heldur aldrei ásett mér ad borga brenivínsskuld= ir B. Skúlasonar, eg veit ad þetta er svo ómann= kjærlegt ad eg skamast mín ad segja þad vid nokkurn nema þig, nú er Jón komin ad taka bréfid svo stittra verdur slúdrir mitt enn eg atladi ef þú værir ofurlítid kunnugur ser Lárusi i Vogsh. þá skildi eg bidja þig firir, ad bidja hann siá um landseta minn á Götu i Selvogi sem er meinleisin og rádvendis madur ad hann yrdi ekki aflaga borin med ad hafa fría kinda gaungu i heidini eins og altaf hefur verid enn rángsnúnir ofríkis og sam= eignar menn vilja bægja honum frá og er

þó hálf skrítid medan allir eru næstum kinda lausir og allir nágranarnir óskudu ad þessi madur féngi Götuna til ábúdar vertu sæll br m g gud gefi ykkur öllum gódan vetur berdu ástar kvedju mína og biddu húsm. þína ad fyrirgefa mér misu ostin

þín ætid elsk systir

S. Pálsdóttir

S T. herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12