Nafn skrár:SigPal-1867-10-30
Dagsetning:A-1867-10-30
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Medt 67 sv 10 Nov skr 10 janr 68

Breidab.st. 30 Octbr 67

Elskadi bódi br minn!

aldrei hef eg ordid fégnari bréfi frá þér enn á dögunum med J´ni i L.h þvi þad færdi mér svo gódar fréttir af husb þínum sem eg var, þó i lausafrétt, búin ad heira svo aumt af, ekki leidast mér bréfin þín br. m.g. þó þaug séu ekki svo frjetta fród þvi eg þikist ekki of haldin þó þú masir dálítid vid mig á millum þegar vid getum aldrei siedst þad var eins skémtileg sagan þín af ostinum eins og kalli og kéllíngu i gardshorni eg sé líka eins og mig gruadi ad eg hef ekkert notid siálfar minar med ad fá sjalid frá þessum mani nema ef vera skildi i þvi ad eg átti þig fyrir bródir ekkert er hédan ad frétta mjer og mínum lídur gjl vel Kristín litla frá Móeidh. er hiá mér ad læra ad stafa og géngur heldur vel

henni var létt á Þ.v. svo hann hefdi ekki nema jafnaldra hennar til ad sína fyrst stafína 4 eru þar firir ofan enn 2 fyrir nedan alla kénslu, snjórin kom med vetrinum og smábætist vid hann enn mínkar ekki slátur tid er hér mikil þvi vid alt landskuldar féd var bætt 20 saudum gömlum fyrir utan alt trosfé heima aura saudirnir voru nú fyrst ad sína sig, og jöfnudu sig upp med 1 fjordung mörs og 1 fjordúngafall enn þad er líka vesta skurdar úr , öllvoru rád þín higgilegmed Beyl.brefid vid var ad búast enn ekki veit eg samt hvad eg ræd af, nema eg er frá láninu eg sendi línur þessar med kuníngju mínum Illhuga hann er sonur Nikulásar sem einu sinni bjó á Selalæk hann atlar ad tala til léngri ábudar á bílisjörd sína Butru af ser Helga, enn óvíst er ad þú tessir hönd á honum med sedil til baka, þér var tiltrúandi ad láta ekki slíka ómindar sendíngu sem misu osturin var fara ekki útúr húsinu enda minnir mig eg nefndi þad eins og

hitt ad senda mér ekki skildíngana sem eg á hjá þér þvi eg mundi brádum vina þá upp ástsamlega bid eg ad heilsa húsb þínum med inni= legu þakklæti fyrir kassan þad var heldur gód= ur vetrar fordi og þér þakka eg fyrir ágjöfina á hann, eg veit ekki hvurt þér þikja nokkrar fréttir ad presturin sagdi mér ádan ad 6 börn hefdu fædst hér i sóknini i Cet.br aungva þékkir þú foreldrana nema syslu manin okkar sem eignadist dóttir enn óskirda og Magnus i Vatnsd. adra sem heitir Helgan fyrirgefdu nú br.m g alt rausid sem endar med innilegri ósk og laungun minni eptir vellídan þinni

þín ætíd elsk: systir

Sigr. Pálsdóttir

Módir ser Sæmundar er flutt frá honum med fósturson sinn og ad Stóruvöllum til dóttir sinnar þar, þvi sagan segir ad ánægja hennar muni ekki hafa verid ordin i afgángi hjá syninum mér þikir þetta illa fara vegna Stefaníu þvi eg er þar ad auki hrædd um ad búskapurin blómgist lítid þegar fram lída stundir, eg veit hún muni skrifa þér þetta med fleiru þvi hún skrifar þér víst optar enn mér

þín S.

^ i höfidid á módur hans

S.T. studiósus herra Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12