Nafn skrár:AsgFri-1880-05-09
Dagsetning:A-1880-05-09
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði 9. Mag. 1880

Elsku Elsku bróðir!!

Hjartannlega þakka jeg þjer alt gott og bóðurlegt og sendínguna sem jeg með tók seint en með góðum skilum. Og þar næst bið jeg þig fyrir gefningar á að jeg ekki

hef getað skrif þjer og sent svo lítið sem þakkað þjer fyrir sendínguna. En það var ekki mjer að kenna Við pabbi vórum niðurí Nesi að smiða

utanum Jónu sálugu og svo vórum við í erfinu en þegar við komum heim var timin orðin naumur en samt skrifaði jeg

brjef mitt strags en Þ og F dróu það svo var maður feingin til að fara með brjefin ofan í Laufás og biðja svo þann sem

færi með postbrjefin þaðan fyrir þaug en af dvölinni sem var hjá mjer og þverá tapaðist af manninum og brjef berarin kom með þaug aptur, og varð jeg þá reiður mjög

þvi ekki þurfti að biða eptir minu brjefi, aptur nú með seirna pósti

gat jeg augvu brjefi komið þvi jeg var þá út í Fjörðum á Þaunglabakka með pabba og Skúla við badsofu smíði en áður jeg fór átti jeg svo anríkt að jeg gat

aungvanveigin skrifað þjer. Þetta er nóur texi og því birji jeg á að seiga þjer að allir eru heilbrigðir tiðin afbragðsgóð í allan vetur svo fje hefur matt heita gánga sjálfala

eða altjent við vana,. Og nú er alrautt sem um há-sumar, Jörðin og grösin skreytast (hinum) hinum gullfögru blómstum og blöðum og Fuglanna hópar stóru eru nú

vaknaðir og fljúa um loptið með unaðs legum rómi lofandi Guð fyrir gæsfu gædsku og mildi. Hvað skildi þá mennirnir

ekki gjöra það fyrir alla blessun sem hann veitir þeim? . En svo jeg víki frá þessu efni og fari að seiga þjer einkverja

viðburði úr sveitonum Sem er að á Grítubakka er verið að smíða stórt timburhús sem er 21 ál lángt. og 8 á br og jeg veit ekki hvað hátt, og svo er

kjallari sem er 8 ál á leingð og 6 á breidd það er kvistur á þvi sem er 6 ál á breidd og jafnhár þaki og 6 rúðu gluggi á honum miðjum 4 gl. að framann og 2 4 rúðu

gl. upp á þakji á þeirri hlið og svo hinumeigin Suður stafin er með 2 gl í röð og svo eru

1 efstur stafni þvi það þil er ekki nema hálft Við þetta hús hef jeg nú verið 4 daga með pabba og þótti mjer það gaman

að nokkru leiti, Núna er jeg að skrifa þjer seirni part brjefsins á Hefilbekknum á Grítubakka á Hvítasunnumorgun. Það er verið að

verið bigga Timburhús í Besi með stórum Kjallara og þángað á að flitja Prentsmiðjuna og prenta Fróða. I

Vor hefur pabbi 2 menn við hákall og eru þeir búnir að fara eina ferð og hafði 1/2 hlut eptir annan en heilan eptir

hinn og fjekk hann þvi rúman 2 tunn eptir annan en 1 eptir hinn. Það er búið að gera braut

ofan frá garði og heimað bæg og svo er búið að sljetta hálfan hrisluhólin og þekja og svo er verið að minda braut þar út, kvigar er verið að biggja og Sumar fjós

á að bigga og er þetta miklu umrót ef það kemst í gott horf. Gisli er búin að láta grafa skurð utan frá stóra gili og heim að bægargili, Fjárrjett

og Geitakofa og atlar að bigga skemmu og fæg jeg liklegast að koma þángað. Brjef hafa komið frá Amiríku frá frænd fólkinu og lætur hið besta afsjer eptir þvi sem við

er að búgast. Jeg atlaði mjer að senda þjer 5 til 10 kr en pabbi sagði mjer að gera það ekki þvi þær gætu tapast á leiðinni, en hann sagðist senda þjer miða frá Sveini

á Hóli uppá 10 kr sem eru hjá Jóni Gunnlaugssyni til að taka og eiga þvi hann á þær hjá S.v: . Svo mág jeg nú til að fara að hætta þessu ljóta klóri og rugli, því þú

munt lika verða feigin þegar þessi miði endar. Svo fel jeg þig Guði almáttugum í Vöku og svefni í lífi og dauða

það mælir þin vesæll Bróðir Asgeir Ef þú þart og getur máttu taka til láns uppá mig nokkrar krónur hjá skál.p: Sani Asgeir.

Myndir:12