Nafn skrár:SigPal-1868-08-24
Dagsetning:A-1868-08-24
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 10 Sept

Breidab.st 24 Ágúst 1868

ástkjæri gódi br. minn!

Nú birja eg 3ia pistilin til þín án þess ad sjá nokkra linu frá þér, og hefur þó Jón Gud= mundsson verid á ferd fór um a Stokkal: og á fjallabaki, og frú Hjalmarson rak hér inn höfidid þá hún kom vid 11ta mann austan frá skógafossi fór þó um kvöldid út ad Odda Nú atla eg ad bidja þig bónar br.m. sem ekki er þó i firsta sinni og kanskie ekki seinasta og þad er ad útvega mér, og á minn kostnad, eitt= hvurt skémtilegt minnismerki á gröfina hennar nöfnu minar jeg gleimi henni ekki hvurt sem er, enn leidist ad sjá moldar hruguna lítid eitt til hlidar fram undan glugganum mínum, eg hefdi aldrei átt ad hugsa heni fyrir ödru enn þessu, þvi þad er þad eina sem hún hefdi notid

eg kvídi nú fyrir br.m.g. ad þú getir ekki ordid mér samhuga med þetta og þiki þad óþarfi af þvi þú ert mér skinsamari, enn bródir minn ofur lítid verdur ad láta eptir tilfinnínguni og hjégóma= skapnum, mér dettur i hug hvurt ekki væri rein= andi ad bidja um þetta þennan Enska mann sem eg man ekki hvad heitir og veidir mestan laxin i hvitá i borgarfirdi hann er hér svo kunugur og kvu svo vel tala islensku, nöfnin beggja siskinana sem samferda urdu i gröfina vildi eg stædu svoleidis hér er grafin Sigrídur Skúladóttir 10 ára og Stephán Skúlason 5 ára, þau voru vel örtud börn, sem gud hefdi gefid hreina sál, þessa graf skript óskadi nafna mín ad mætti setja ifir sig, hún las hana opt i gömlu sumargjöfini þar hét litla stúlkan kristín, eg held þú skiljer nú ekkert hvad eg skrifa enn þú verdur ad bera þig ad ráda i hvad eg hugsa, og reina svo ept= ir þvi ad verda mér til góds og gagns eins og þú ert vanur, óþerririn er farin ad bridda á sér aptur og er hann þó ekki velkomin gestur, i giærdag eignadist Ragnh mín, dóttir, gud gaf ad þad gekk fliótt og vel

nú reid Jón Södli i hladid og færdi mér frá þér kærkomid sedil korn bestu fréttirnar i honum er ad þú getur ekki um annad enn bærilega heilsu ykkar og röskleika frændkonu okkar og furdanlega hreist. á hennar aldri, eg þirti líkast til ekki ad reina mig vid hana þó hún sé 21 ari eldri enn eg Ekki máttu heimta af mér ad segja fyrir hvad á leidinu Skúli vera, hvurt heldur kross eda annad, þvi eg hef ekki vit á þvi, þad kann svo margt ad vera sem er snoturt og ekki mjög dyrt sem eg hef aldrei heirt nefnt, þvi sídur sjed, mér sínist ad dyrleikin á þvi, ætti ekki ad vera yfir 40 dali, enn væri þad þess= háttar ad greipast þirti i fót, þá held eg ad þad mætti takast hér i hentugan stein, heldur enn ad gera kan= skje of ervidan flutníng, nú atla eg ad reina ad koma þessari vandræda rollu i ferd J.G. og bidja þig br m g ad reidast mér ekki firir kanskje illa hugsad kvabb, berdu ástar kvedju mína húsb þínum og vertu ætíd kvaddur bestu óskum

þín ætid elsk systir

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12