Nafn skrár:SigPal-1869-08-04
Dagsetning:A-1869-08-04
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 29 Aug 1869

Breidab.st 4 Agúst 1869

ástkæri gódi br. minn!

Nú er ordid von á póstinum og þikir mér meir enn mál komid ad þakka eg man ekki hvad mörg kærkomin bréf frá þér br.m.g. þaug hafa ad vísu ekki verid lángord, enn þeim hefur sumum fylgt þess meira, þó þad hafi ekki verid beinlínis frá þér, og þvi verd= ur þú líka ad hafa meira fyrir og skila svo miklu og kæru þakklæti mínu sem þú getur borid, til minna ógleimanlegu velgörda manna húsb. þinna, hrædd er eg samt um ad víntunnan sem núna var i kvartilinu verdi mér ekki eins drjú i skamti eins og fyrr i flöskurnar og til sannindamerk= is um hvad eg bjó vel þág af eg i vor sleinkt syslum: okkar eina mína fínu flösku i skien= ar veitslu þegar var milli heys og grufu hjá honum

þú minnist á smjerprisinn enn hann veistu víst sjálfur betur enn eg hann mun gánga upp og nidur hjá ykkur enn best þækti mér medalhófid þó þad þikir vandratad, eg bíst valla vid ad fá adrar eins kaupbætur og G. dóttir hjá Thomsen ad hún megi setja á smjerid hvada prís sem hún vilje þvi hen= ar smjer beri svo lángt af allra annara og gefur henni nú til ad höndla þvi 10 lb eru af strókkunum hennar enn þá á dag hvad þá eptir fráfæruna, ljót þikir mér saga þín af lambh. Jóni ad hann eptir öll sín skriflegu loford ekki svo mikid sem fann þig og bad þig fyrir ad lída sig eitt missirid enn þá, nú er eg hrædd um ad hann sé elíflega tapadur. _ alveg hafi þid Madme Sívertsen rétt fyrir ykkur med sylfrid handa Siggu litlu ad þad er óþarflega snema hugsad um þad, enn þegar eg hef ekki vit á ad segja fyrir þvi sjálf i neinu tilliti og vildi kasta öllum þeim vanda á Omu hennar hvad má eg þá gefa henni lángan frest til fram= kvæmda þvi, segdu mér þad?

enn þá bætist vid þig ástarþakklæti fyrir sedil sem Símon færdi mér i morgun eptir ad hafa hvilt sig i nott, innihald hans læt eg mér linda úr þvi sem komid er, eg hef aunga trú á ad Se Ol hafi bætt þig upp med pöntunina þetta er eitt af þeim hlutum sem eg treisti mér, ekkert ad segja fyrir, enn eg treisti mér vel til ad sjá hvurt þad er ljótt eda ónitt þegar eg sé þad sem mér þikir miklu varda þar þad hlítur ad verda nokkra penínga virdi sem ekki ætti ad standa á þó J. i Lambh. bregdist, ekki lítur út fyrir ad vardin hérna eptir Sra Tómás atli ad verda lánggædur og væri í þad minsta marg klofnadur undan honum fóturinn ef Sigurdur á Parkast: hefdi ekki látid hann njóta mágsemda og rekid á hann 2 jarngjardir úr þídum miltum efri partin málar hann med gulum farfa sem á ad vera til hlifdar enn þó er farid ad sprínga úr brúnunum þvi þetta er laus sandsteinn enn svo stór og þúngur ad hann er mönnum og sképnum óvidrádanlegur, heldur þá ad ekki væri best ad koma vardanum sem sem þú nefnir upp i Vestm. eyar þadan er hægastur flutníngur híngad._ ekki held eg húsb. þinn hafi haldid sér vid medal prísin á smjerinu eins og eg ætladist til heldur þan hædsta, ekki held eg B. frændi færi þér háan reikn= íng hann hefur ekki sent mér nema 6 al af 14 eda 12 sk. sirsi eg bad hann líka um 19 eda 15 marks sjal enn þad hefur hann ekki komist til ad útvega þvi eg

hef heirt ad þaug væru eda hefdu verid til, þessir gódu piltar eru ekki svo sérlega áreidanlegir._ mikid vorkenni eg þér ad standa berfættur og er þad mest af þvi ad eg er berfætt líka, vegna þess ad mér er svo ilt i tánum ad eg þoli ekki hörkuna á Islenskum skóm atladi þvi ad bidja þig ad útvega mér heita morgunskóg sem líkasta ad stærd þeim sem þú útvegadir mér fyrir mörgum árum eda réttara ad segja ad húsmódir þín gaf mér, þeir eru nú ordnir hreint ónítir, enn eg bíst ekki vid þú getir blandad mér sætara enn sjálfum þér, nú er eg búin ad finna upp á ad lækna sína= drættina sem voru farnir talsvert ad láta mig njóta frændsemi vid þig, á allar þess háttar kvalir ber eg flesk og nudda fituni vel um bædi stid lidamót og þessa vondu sinadrætti._ jeg er nú búin ad rugla mig þreitta og þig leidan enn þó er þetta ekki byrjun af öllu sem eg mundi tala vid þig ef þad gæti lánast. nú sendi eg þér stóra skjódu sem inniheldur grallaran edli0út= málun mansins þetta máttu hvurutveggja eíga ef þig lángar til þess dönsku bókina á eg eptir Ommu okkar hún kendi okkur Tótu ad lesa dönsku á henni eg held mikid upp á hana og þætti gott ef einhvur ykkar þarna vildi snara henni á Islensku

þvi eg held þad geti ekki verid betri barnabók til grettlu og eyglu sendi eg þér rétt til skémtunar svo litla stund njalu eyga allir eg held upp á þessar bækur rétt eins og Jónspostillu enn móraud= a og hvita bandid atla eg ad bidja þig ad brésleggja og færa frú Sigurson ásamt innlögdum sedli, enn skjóduna bid eg þig senda mér, blessadur hjálpadu mér til ad leggja prestekkna málid í dóm ef þad skildi vera yfir gefid ad þessu sinni hvur veit nema þeir skipist vid þrábeidni ekkjunnar, nú er pósturin kokmin og held eg atli ad aumkast yfir Grallara skjóduna enn þú verdur ad hugnast honum fyrir flutníngin fyrst þú þikist hafa komist létt út af hinum fyrir gefdu lánglokuna og berdu ástar kvedju husb. þ. frá þinni

elskandi systir

Sigr. Pálsdóttir

S.T. Herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík Fylgir skjóda forsiglud

Myndir:1234