Nafn skrár:SigPal-1869-09-01
Dagsetning:A-1869-09-01
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

m. d0. 16 um kv sv. 28 Sept.

Breidab.st 1a Septbr 1869

hjartkæri br. minn gódur!

Eg hef nú svo litlu ad bæta vid lánglok= una med G pósti og stóru skjóduna nema þvi einu ad mér leidist ad sjá ekki svo lánglínu frá þér._ heyskapurin gengur i betra lægi þó ekki hafi komid nema 4 þurrir dagar á slættinum 3 samfleitt á Töduna og var hún fjögur hundrud stór og áttatíu hestar svo eptir rúman hálfan mánud var gódur þurrir dagar á Laugard. fyrir höfuddag og vætu laus 2 daga á eptir og þá var hirt 3 hundrud af útheyi alt sem laust var 7 Tunum safnad af síudu skirir, enn síru tunnurnar veit eingin um fjölda á, þvi hún er sókt jafnódum af fátæklíngunum 32 fjórd af verkudu smjeri sídan lestir þetta eru nú helstu fréttirnar hédan

ad ógleimdu þvi ad þad er ósjúkt og man heilt, eg er altaf ofurlítid ad hafa auga á búskapn um, innlagdan sedil bid eg þig fyrir, eg atladi ad senda þessi bréf med J. Södla enn han kom hér þá ekki, svo nú sendi eg þad Sk læknir þvi hann veit um allar ferdir, med kærri kvedju til húsb. þinna og bestu óskum

er eg ætíd þin heittelsk. systir

Sigr. Pálsdóttir

S.T. Herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12