Nafn skrár:SigPal-1869-11-09
Dagsetning:A-1869-11-09
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 1 Dec. og send 8 + 1 = 9 blomst korfur ásamt ap000mbu brefi fra J Siverts

Br.b.st. 9 Nóbr 1869

Elskulegi br.m. gódur!

alt ber nú upp á eirndægin póstskipi S. fór útúr milli lands og eya og litlu seirna barst mér loksins blómstur karfan frá þér sem eg hef svo léngi þrád þvi eg sé af lappanum sem fylgdi x bréfi frúarinar ad hún mundi vera væntaleg þetta altsaman í einum bögli þakka eg þjer hjartanlega br. m.g. Rd. fyrir skóna þókti mér óþarfi þú gæfir mér fyrst átti eg hann ekki hjá þér og þar til lángar mig heldur til ad meiga kvabba

x seirni utgáfunni af

vid þig smávegis þú mátt senda mér 6. enda fleiri blómst ur körfurnar ef þú vilt, eg skal sjá um sölu á þeim, frú Sigurson mæltist til ad eg þad fyrsta sendi sjer 4 dali sem fyrst fyrir 2 smá hringi sem hún útvegadi og sendi mér i firra, enn baud mér ad bidja sig ein= hvurs firir margra ára sendíng= ar af prjónabandi og ostin góda, úr skuldini atla eg ad bidja þig ad losa mig þad fyrsta þú getur, hvurt sem eg reini med bónina þvi eg treisti mér ekki til ad bidja um þad sem ekkert kostar, eg bid Símon á Laugard.

sem hér er staddur ad flíta þessum sedli fyrir mig ef skír kinni ad hann nædi i gufuskipid sem eg sá, og kalla póstsk: hvada sk sem þad kann ad vera, eg vona samt þad sie ekki Tirkin first hann fór framhjá Eyunum forláttu mér hvad eg var ósann= gjörn ad bidja þig ad útvega fórnarstikkid hugsadu aldrei til þess, enn eg gerdi þetta af gamla vananum ad bidja þig, enn B. er eg hrædd um ad ekkert hafi til ad geta þad nema ad þekkja nafnid mikid vorkénni eg Helgason hjartveikina þvi eg hef reint hana ad illu einu, þó batnadi mér hún vid ad brenna mig

þvi svar med spansflugum nedan undir vinstra herda= bladid, þvi þad var gikt sem lagdist svo illilega ad hjart anu á mér, nybúid er ad grafa ser Steffán i Valstrítu og 6 börn á stuttum tíma úr barnaveikini fyrirgefdu flitirin sem eg ætla ad bæta upp seirna berdu ástarkvedju mina húsb. þínum og lídi þér ætíd vel

óskar þin elsk systir

Sigr Pálsdóttir

Myndir:12