Nafn skrár:SigPal-1870-02-21
Dagsetning:A-1870-02-21
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 9 _ 24 Mars

Breidab.st. 21 Febr 1870

ástkæri br. minn gódur!

Mjer er svo ant um ad komist til þín med skilum besta þakklæti mitt fyrir handbókina og brefid í henni ad eg vel til ad færa þér þad Jón hjerna sem fer sína vanalegu ródrarferd sudur á Alftanes fullvel líkar mjer hún utan þvi jeg þarf ekki ad halda mjer til fyrir söfnudinum ad Tóna á hana, enn Téngdasonur m. veit betur enn eg hvad henni hefur brugdid til þess betra innvortis þvi hann hafdi ekki sjed hana firri, og þikir henni

í þad minsta sumstadar hafa brugd= id til þess betra, blessud blídan hefur verid svo minnileg á þorran= um einkum seirna hálfa mánudin ad orsök var til ad menn hefdu óskad ad tímin hefdi ekki sinn vanalega fljóta gáng, og svo endadi þorrin med þvi ad gud gaf björg af sjó í landeyum meira í út enn austur landeyum rúman 60 fiskhlut hædst þó þetta væri ekki jafnt yfir alla hafdi marg= ur þurfandi gott af þvi og er ó= vanalegt svo snema, mjer og mínum lídur g s l vel alt úngvidid sínist heldur efnilegt hjá dætr= um mínum enn eg held þad fari af þegar á á ad reina, heldur er

Steina greyi þúngfært i skólanum og ekkert veit eg hvurt þad er gáfu leisi, eda tómt hugsunar leisi og gjálifi hann er alin upp í sjálf rædi og eftirlæti og sípur líkast til léngi af þeim dreggjum mig hefur svo ósköp lángad til ad bidja þig ad lofa honum ad koma til þín vid og vid þvi eg hef vitad ad hann gæti eitthvurt heilrædis ord sókt til þín ef hann hefdi vit á eptir ad taka, enn eg hef ekki vilja mæda þig med þvi, þvi eg hef verid svo hrædd um ad þú lidir hann svo illa og er hann þó i raunini hjarta gódur og ekki arfar slæmur greyid, enn nú verd eg ad bidja þig gera svo vel og fá honum möppu verd sem eg veit ógjörla hvad mikid er þó mig gruni þad vera 2 dali hann keipti hana fyrir mig og sendi med pósti, honum

kann ad ligga á verdinu ádur heim kémur, mjer þikir nú Sigga mín á Sl. ordin mjer ædi dyr fóstra hennar vill ad eg kaupi handa henni 30 rd Södul sem dóttir hennar átti svo klædi eg hana altaf fyrir utan medgjöfina jeg geri þetta samt med gódu núna þvi, mjer þókti svo vænt um ad gud gaf ad hún slapp fyrir þessum óttalegu veikindum Ser Skúli bidur eink= ar kærlega ad heilsa þér med þakklæti fyrir útvegunina á úrinu þvi sér líka þad mikid vel og þad gángi vel berdu ástarkvedju mína húsb. þínum vertu svo br.m.g. kvaddur af mér og öllu hiski mínu kvaddur bestu óskum

þín ætíd elsk systir

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12