Nafn skrár:SigPal-1870-08-10
Dagsetning:A-1870-08-10
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 4 Sept sendt smér kv. med mysu i sva 0 skridaboggull. _ 00o 00r J. Sodla

Breidab.st. 10 Ágúst 1870

Elskulegi br. minn gódur!

í gærkvöld komu hjer vel= komnir gestir H. Jónsen og Land f.g. og fóru inní hlíd i dag allagötu inn ad Barkast: eg atladi i besta nædi ad þakka þér kærkomid tilskrif med H: enn þá kom stiptamtsmans frú= in vid 4a mann og atladi ad bída hjer eptir maninum sínum og beid til kl 7 og fór svo út ad Móeidarh aptur án þess ad finna hann hvar hún er nú búin ad gista 3 nætur, þó eg væri nú ekki eiginlega hent= ug

selskapsdama fyrir frúna þá hindradist eg þó á ad skrifa svo þetta er mirkra verk, enda berast fréttirnar ef nokkrar væru med ferda fólkinu, sem er margt farid ad flokka sig upp i sveitina svona um há= sláttin án þess þó ad flíta fyrir heyvinnuni nema Landf.g. fór þó ad breida sæti i morgun og hafdi farid þad laglega, alt þetta ferda fólk gerir ekki annad enn ad æsa upp sult i mjer og laungun þess meiri eptir ad fá ad sjá þig br.m.g. jeg skil ekki ad þú skulir ekki geta ridid híngad gódum hesti þegar þú getur gengid inn á klett sem er þó lángur vegur og leidur af grjóti, þú trúir naumast hvad mjer þækti vænt um ef þad bættist á adra

vellídan mína ad eg fengi ad sjá þig ádur enn eg dey, nú höfum vid haft tvo flæsudaga og mestum parti nád af Túninu ad hvurgu sem þad verdur þvi Bensi hefur verid djarftækur og ákafur eins og vant er hann sagdist ekki hafa viljad koma til þín þegar hann hefdi hvurki sjálfur getad tekid kvart= ilid eda getad komid þvi á neirn enn eg vona ad Södli minn fari nú ad draga sig úr stad ef fara ad þorna vegirnir þvi hann er eing= in illhleipu madur, eg geri aung= um manni gott firr enn eg er bú= inn ad fá kvartilid, enda hefur eingin komid enn sem hefur haft adsetur i loptinu mínu, mjer hefur heirst á Sr Sk. ad hann mundi ekki setja sig úr færi ad tala stundarkorn vid þig á hvurjum degi ef hann gæti

komid þvi vid, og bidur hann mig bera þjer kæra kvedju sína ásamt þakklæti fyrir samveruna þó hún væri stutt ekki hefur Ser Sæm semt mér aptur samníngs bladid, enn þá um sömdu 120rd er hann búin ad afhenda Eiríki og bída hjá honum hentugrar ferdar, vertu nú sæll br m g ást= samlega bid jeg ad heilsa húsb. þínum og kved þig hjartanlega ásamt öllum mínum stórum og smáum

þín elskandi systir

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12