Nafn skrár:SigPal-1870-09-23
Dagsetning:A-1870-09-23
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 23 Sept.

Breidab. st. 23 Septbr 1870

Elskulegi br. minn gódur!

samstundis medtekin brjefsnepil med Magnúsi fra Hofvelli þakka eg þjer kærlega, jeg er nú búin ad gera brína rádstöfun fyrir ad lj00= a smjerbelgunum á vösum þínum þvi þú á ad taka hjá þjer kaupa= madur sem hjer var i sumar, Olaf= ur Gudmundsson á gamla hlidi, og bad jeg hann ad færa þjer aptur andvirdid, og þá vorkienni jeg vösunum minna, hálfhrædd er jeg vid ad þú skemtir þjer sjálfur geimslukaupid og ad sköfurnar yrdu bísna þikkar ef þú tækir til belgjanna og sendi jeg þvi ofurlítin misu ost þeim til hlífdar

jeg þóktist skrifa þjer rækilega med Helgason sídan ekkert til tídínda nema ótídin svo jeg er hrædd um ad H. hafi feingid ill= vetur heim, jeg bid kærlega ad heilsa honum og bad hann ad útvega mjer nokkud þó i samvinnu vid þig þvi jeg er búin ad reina þad ad þú sjer betur enn adrir hvad mjer hugar, hann segir þjer hvad þetta var, og hvurs vegna jeg bid um þad, enn ekki liggur mjer fljótt á þvi nú er jeg búin ad fá þá umsömdu penínga frá Ser Sæm ásamt samn= íngnum undirskrifudum af honum svo nú held jeg slettist ekki upp á vinskapin okkar svo fljótt, jeg fór ad gera ofurlítid gott af peníng= unum og hugsadi þeir yrdu þá

drigri i skamti, jeg sendi me H. 10rd Madm0 Rannveigu Vigfúsd á Kalastödum hún er bædi fátæk og mædd af mörgu, vid vorum nokkur ár nágrannakonur fyrir vestan, getur þú br.m.g. gert svo vel og komid ofurlitlum band enda ásamt sedli til frú Sigur= son, mjer og mínum öllum lídur g.s.l. vel nema ef fjed hefur i flesta lægi vantad af fjallinu vegna óvedurs og getur þad bæst enn þá, berdu ástarkvedju mína húsbændum þínum og lídi þjer ætíd vel br m g

þín elskandi systir

Sigr. Pálsdóttir

blessadur gágtu vel frá brjefinu og böglinum frúarinar

Myndir:12