Nafn skrár:SigPal-1870-11-06
Dagsetning:A-1870-11-06
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 18 Nov.

Br b st 6 Novbr 1870

hjartkæri br minn gódur!

Mig hefur nú lengi lángad til ad þakka þjer fjölda af kær= komnum bréfum þad seinasta med bögli og brjefi fru Sigurson enn aungva ferd fengid, nú barst mjer Símon á L.d. og lofar hann mjer ad sjá línum þessum farborda ástsamlega þakka jeg þjer Sjöordu bókina og datt mjer ekki i huga ad svona gömul væri til, enda prídir hana lít= id formálin hans G. Steins fræ= nda okkar, jeg hef aungva dád

í mjer ad leita þjer ad kveri mínu enn fegin vildi jeg þó gera þad, þad eru nú 3 vik= ur sídan jeg lagdist alt í einu yfir fallin af innan= meina verkjunum og rétt eins og sóttveik og þetta varadi þó ekki léngur enn 4 daga þángad til gerdi út graftrar meinid gamla fyrir nedan flagbrjóskid og gekk út i ákjefd i viku nú hefur þessa viku verid nokkud minni útgángurin og jeg verid á veiku skridi, kan= skie gudi þóknist ad láta mjer létta einusinni enn, verdi hans vilje, jeg var ordin svo frísk

og hafdi i 2 ár ekki kjent þessara slæmu veikinda vertu nú blessadur og sæll gódi br.m. gud launi þjer firir mig, og láti mig frjetta gott af þjer, og velggjörda mönnum mínum húsb þínum ef þú gledur mig med eirni línu þad fyrsta, jeg kved ykkur öll bestu óskum

þín ætid elsk. systir

Sigr Pálsdóttir

blessadur gágtu vel frá brjefinu og böglinum frúarinar

Myndir:12