Nafn skrár:SigPal-1870-xx-xx
Dagsetning:A-1870-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Breidab.st. á þridja i Páskum 70

sv. 28 Apr 1870 og sendar 2 bl. körfur

hjartkæri br. m. gódur!

Nú stendur til eptir sumarmálin ad Jóhanes bregdi sjer sudur og er G dóttir von ad gera han út med nesti og nya skó, enn hann er brjefamad= ur okkar i stadin, og á vel vid fyrir mjer ad heilsa upp á þig um leid og eg kved veturinn þvi mjer þikir vænt um ykkur báda, eins og gud hefur gefid veturin þann blídasta og besta ad vedur= áttunni, eins hefur han verid mjer og mínum blessunar og heilla ríkur, heilsan gód og alsnæktir, madur hefur ad vísu vitad og sjed margan þurfandi enn þó held eg húngrid hafi ordid þolanlegra vegna þess ad svo snema fór ad fiskast nú fer eg ad þakka betur brjefid þitt enn eg gerdi seinast þad innihjelt ad vísu þad

/ frjettum sleppi eg öllum þær eru hvurki gódar nje miklar þú munt hafa munad eptir 4um döl unum til hennar frú Sigurs, med kærri kvedju mini til husb þinna og ödrum eins frá mér og mínum til þín br m.g. er eg þín ætíd elsk systir Sigr. Pálsdóttir ef þú hefdir 2 eda 3 B körfur hjá sjálfum þér máttu senda mjer þær

lítid sem mjer þá datt i huga af mínum ógódu skottu lækníngum sem mig lángar nú mikid ad vita hvurnin þér hefur gedjast ad Bitterteid er þjer víst holt og eins ad svitna enn hvurnin atlar þú ad fara ad þvi fyrst þú ert hættur ad vinna á sumrum sem eg er hrædd um ad hafi verid ordsök til heilsu= leisis þíns, mjer þókti vænt um af brjef= inu þínu ad sjá hvurn dag mán þú ert fæddur þvi var eg búin ad gleima, ertu núna 4 ára komin á þad 5ta? enn hvad sem er um þad atla eg ad bidja þig léngstra ordu ad bída ofurlítid eptir mjer enn þá, eg má ómögulega missa þig og svo væru kanskie fleiri ef vel væri leitad Ekki atla eg ad taka skildínga S. litlu i þetta sinn gott þikir mjer medan hún getur átt þá í þínum höndum, enn ef þeir einhvurntíma söfnudust upp i Tíu hundrud þá atla eg ad ad fara taka renturnar okkur bádum til brúkunar og væri okkar kanskie ábata samast ef eg gæti filt i skardid strags upp á ég ætla nú svona í hradi ad fara ad skipta eptir mig, Sigga

mín er nú búin ad fá bísna fúlgu ef henni væri reiknad þad, ískiggileg þikir mjer fyrirætlan St. frænda og er eg mikid hræddum ad hann sjé ekki fær fyrir ad gera vogunar spil eg vildi fegin hjálpa honum ef eg gæti enn leidara þækti mjer ef honum yrdi þad ad aungvum fram= förum enda mundi eg ekki verda eins þrautgód eins og þú, mjer finnast peníng= arnir ekki altiend i hendini enda mundu þeir þá verda upp gánseyrir hjá mjer þetta sama hvilir sig á bakkanum og Arni suslum fjekk lánada þrjú hundrud r.d. sem eg átti i Sólheima eígnini og borgudust þegar hún var seld enn A. mun hafa verid kaupandi og þóktist þurfa dalina til brádabirda, eg má til ad basla vid ad lifa á kotunum og brúka vid þad alla hagnadarsemi, þvi þaug brád geldast enn eg fremur þurft= arfrek, eg hef nóg ad hugsa núna i hjáverk= um frá Roknum, mínum ad búa til nyan leigu= mála á öll Efriholta kotin mín, án þess þó ad þess hafi verid krafist enn eg vil heldur viljug bæta leigumálan enn naud= ug annars geingur mjer alt stórslisalaust med kotin mín

eitthvurt lag hefur þú hitt á Steina núna, hann segir mjer ad hann hafi komid til þín og hafi sjer þókt svo skémtilegt ad tala vid þig ad sig lángi til ad koma til þin optar nú er komin Laugardagurin 100 sumri, og næst þvi ad bidja gud ad gefa okkur öllum farsælt og blessad sumarid, get eg þakkad þér kærkomna sumargjöf nefnl bréfid þitt af 1 þ.m. þad gladdi mig bædi i þvi tilliti ad heyra heilsu og vel= lídan úr þinu húsi, og svo endalokin sem eg óskadi, á þessu léngi geimda prestseknamáli, samt bíst eg vid ad Ser Sæm þurfi drjúgja beiníngu Stiftsyfirvaldana ádur enn hann borgar x enn líklegt er ad hann hleipi þvi ekki i nyan dóm, eg vildi óska ad St.y.v. til= tækju greinilega og skylaust hvurnin hann ætti ad borga og i hvurju nefnil peníngum þar áfallna og líka ef á þirfti ad halda framveigs, eg vildi sem minsta vid hann skipta, þvi þad lítid þad hefur verid hefur mér þókt ilt, ef á þirfti ad halda þá atla eg ad bidja þig ad halda uppi svörum fyrir mig i þessu öllu, eg vona þvi verdi hreift fyrir fardagana hvurki er þjódsaungur Jonda annad sem ept= ir hann liggur i miklu uppáhaldi hjer, og ekki einu sinni, nóturnar, þad er mikid hvad sá strákur hefur verid látin vada uppi sem hefur þó til þessa verid undir umsjón/

x eg vona ad þaug fresti ekki ad tilkinna honum ádur skipada skildu sína

þin ætíd elsk syst

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12