Nafn skrár:SigPal-1847-01-18
Dagsetning:A-1847-01-18
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 20 M000 47 i 24 f00 s.a. send0 b0sd heni 17 le0s 46 og seyg0 3 Janr 47

Hraungérdi 18 Jan 1847

Ástkiæri bródir min gódur! hiartanlega þacka eg þér kiærkomid tilskrif af 16a Sept og ert þú sá eini ættingi min sem eg sé nú nockurntíma línu frá, Eg var farin mikid ad hlacka til ad siá Hall= dór Mág min þegar til vigslu kiæmi þvi han var nú búin ad fá liklegan biargrædis veg þar honum var veittur Hofteigur, en mér þókti anad upp á bladinu þvi litlu seirna frétti eg af mani ad Nordan sem taladi vid ferdaman austan úr Nordurmúlasislu ad Haldór hefdi i haust druknad i lagarflióti i sama stad og med sömu afburdum og fadir hans, eg hef ecki nilega féngid mér óþægilegri fréttir þvi eg hugsadi Þ. sistir ockar væri ecki madur firir þesshattar ad köstum, eckert hef eg af Þ. frétt og eckert veit eg um ástand henar og eikur mér þad ángur og áhiggiu,_ heppin var Svb: min ad fá Feldnaþingin þó þad sé lítid braud er þad álitid hægt og notagott og sóknarfólk þarskal fara af bragds vel med presta sína han hefur þar kanskie ecki svo marga kuningia en þad er eckert iþad varid, eg er ad parra Manin min upp til ad

tala jörd handa Svb. minum en ecki veit eg hvurt han þackar mér firir ráds menskuna og ecki hef eg heldur algiörda vissu um ad fá hana þad er Eistri Kirkju bær þvi han er álitin lángt um betri iörd en Stockalækurin sem er lánsjörd presta vestri Kirkjubær þar sem Ser Jóhan bír er ecki fáanlegur eg hef líka reint til þess þvi þad er besta búiördin, en svo rádmenskan min fái frágegang i einhvuriu hefur Madurin min lofad mér ad liá Svb eingin part^ ef han vill sem han á og er laus sem stendur, eg bid kiærlega ad heilsa Svb. og seigia honum ad eg voni han geri vart vid sig þegar han fer austur um þvi vegurin liggur hér um hladid lika bid eg han ad hlæa ecki ad mér firir austaltiern ar._ Mikid held eg Mislinga sóttin og ár ferdid i i sumar hafi hagad sér likt hér og þú skrifar frá yckur en hér bættist á i haust geisileg kvef= sott, veturin var sá besti til Jóla en sídan hafa verid sífeldar stórrigningar nætur og daga og er undarlegt um þetta leiti ad Jördin sínist græn yfir ad líta i gard fégst hér i sumar af hraknings heii rétt helmingi mina en þá best hefur verid, Tadan nádist lítid hrakin, Eckert heg eg skrifad þér ef, þad lítid eg veit af

efna ástandi hér og er eg þó vön ad seigja þér alt sem eg veit, bródurlód vard vid skiptin 2312 r. bd þessu voru eldri brædurnir búnir ad eida i sigling= kostnad alt ad 300 dölum auk 800 dala er hvur féck upp gefid af óskiptu búi og féck Stephán þad líka auk þessa gaf fadir þeirra þeim af sinum helm= ing 2400 r.bd. öllum iafnt hvurjum 800 dali þó þeim ávaxtarlaust til hans dauda dags i fasteignini Stór= ólfshvóli, Skipta laun voru 200 og 17 dalir verstar eigur Mansins mins eru i Jördum hingad og þang= ad sog Eg veit hvurki upp eda nidur um þær ecki eru hér til peningar og ecki mikid inbú sképnur eru nockrar ad töluni en ordlitlar og filgir þad flóanum svo búskapurin verdur kostnadar samur firir svo margt fólk gódur léttir var þegar frúin komst hédan med hiski sinu._ Eg held þér þiki nog komid af svo gódu assamlegast bid eg ad heilsa húsbændum þínum firirgefdu flanstrid og lifdu sem best kan óska þin elskandi systir

S: Pálsdóttir

þú munt hafa féngid Raudu kláranna i vor

S.T herra Stúdiósus P: Pálssyni á Stapa

Myndir:12