Nafn skrár:SigPal-1849-08-02
Dagsetning:A-1849-08-02
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 17 Sept

Hraung: 2 Agúst 1849

Ástkiæri besti bródir min!

Þó heiannirnar séu og allir þikist hafa ærid ad starfa s pára eg þér samt þessar lín= ur ad gamni mínu rétt til þess ad láta þig vita ad mér hefur borist þitt eptir vana ástúlega og mér einkar kiærkomna tilskrif af 20 Juni, hvur er sialfum sér næstur og birja eg á ad seigja þér ad okkur hérna öllum lídur vel, veduráttan ágiæt grasbrestur mik= ill helst á mírum sem eru hér um plass vída svo snögg var ad hvurt liáform á telja sídan i firra einlægir þurkar hafa verid sídan firir lestir svo hvurgi er vatn ad siá nema i lækjum, hér var birjad ad slá 9 Júli

og er ekki komin fúll 3 hundrud i gard svo mini held eg verdi heyskapurin herna en i firra, enn þad er nokkur bót ad ekki var lagt i tóman gard, ekkert fer eg ad heiskap= num þó tek eg opt snema dægin og fer ad gaufa vid ad skeinkja kaffi og skamta 24um mönum hvaraf 22 heimilis fastir þó hef eg rúmid audt handa þér þegar á þarf ad halda ekki get eg heldur kvartad yfir ad ekki væri til handa þér nóg ad snarla þvi fiörutíu og 6 hundrud voru hér vertídar hlutir enn mikid af þvi var megringur og ekki kaupstadar geíngst med þvi kaup= men hér voru mikid fiskvandir svo hér eru miklar bírdir af fiski, þér ferst betur enn mér vid siskini okkar sem vid er ad búast mér verdur ekki ad veigi ad greida neitt firir þeim og er þad illa ef

þaug væru þurfandi, syslumadur Þorstein Jonson var hér á ferd og kom til mín af gömlum gódum kuningskap han sagdi mér af siskinum mínum og lét vel yfir ástandi Þorunar og ad Þordis hefdi verid ad testementra Þoruni og börnum henar mállausa dreingnum mest og svo hinum börnunum en ekki vissi han hvad mikid hvurt fekk, um Sigg: lét han illa miög i als tillíti eg forsvaradi han fast enn Þ taladi honum þvi verr til og skil eg ekkert i þvi nema einhvur ósanur rógur hafi verid borin milli þeirra enn Þorunar vitnisburdur var hiá Þorst: allt ödruvisi og eins og eg atti von á mér skildist á honum ad han væri fús á ad leggja heni lid ef han gæti han lét mig skilja og var gramur af, ad orsökin ad nokkru leiti til þess ad Sigg: flutti ad Surflti búferlum mundi vera sú ad han mundi vilja

makka Þ: systir okkar i hiónaband med Pali nokkrum Ólafssini mági sínum sem hiá honum er mér þókti saga þessi ekkert gód hefdi sömu verid og bad Þorst: kunínga alt hvad eg kuni ad leggja Þoruni gód rád en alt i einu er han sestur hér syslum: i vetur og fer ekki austur eg get ekkert um þettad huxad hvurki ilt né gótt en hvad gérir þú br mín, Guttormur Vigússon frá Arnheidarst: ^^ of gamall leik bródir þinn kémur til mín um næstu helgi og þá vildi eg þú værir horfin híng= ad til ad hialpa mér til ad spurja han frétta han hafdi tekid i rentur firir þá i Múla syslu 1900 dali nú er eg bú= in ad vemsa ædi mikid vid þig sem vant er enn margfaldt væri til ad tala ef þess giæfist kostur vertu alltid sæll og blessadur

þín sanelskandi systir

S: Pálsdóttir

færdu húsbændum þínum ástar kvedju mína

Myndir:12