Nafn skrár:SigPal-1855-08-05
Dagsetning:A-1855-08-05
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 14 aug peningarnir 00 medt. vag0 eptir

Heima eins og vant er 5 Ágúst 1855

ástkiæri br: min gódur!

Nú sit eg einsömul heima þvi Sigga min var léd Madme á bakkanum á medan hún er svo lasin ad komast ekki úr rúminu en frú Hialtalín vard ad yfirgefa hana, en Guna er allandægin á eingunum, fer eg svo ad skémta mér med ad skrifa þér med einum Halnholts bródurnum, og þakka þér ástsamlega brefid med heni Siggu nú kéni eg mér einskis meins invort= is og vard seinast albata af niólarótar seidi, en nú get eg ekki dreigid mig um bæin af fótaverki sem eg er hrædd um ad kuni ad orsakast af þvi ad eg hafi ofsnema

farid ad reina á mig svegta og máttlitla, nú erum vid nærri köfnud i kvefi sem eg held þó ad létti brádum og verdi ekki nema matarkvef, Nú er eg búin ad siá út firir ad ekki audnast mér ad siá systir mína í þessu lífi, og ekki hef eg kiark i mér til ad skrifa heni, eg hef heldur aungva línu séd frá heni á þessu ári og leingur eg hef altaf verid ad vona eptir þér á hvur= ium dégi sídan góda vedrid kom og hlakkad til ad geta munlega bedid þig ad kvedja hana fyrir mig en nú verd eg ad géra þad i þessum sedli hún hefur sínt mér módur ást og medferd og eg elskad hana og virt eins og módir en þó aldrei getad verid heni til nokkurs stirks og eins er en, og þad ætti eg eiginlega ad harma en ekki siónarsviptir henar, eg vil bidja þig ad fá heni, og mæla gott fyrir þeim fáu skildíngum sem filgja þessum sedli

dætur mínar hafa lánad mér sinn helmíngin hvur þvi eg á ekkert, þad eru skildingarnir sem þær hafa dreygid saman og þeim gefid eins og börnum eg vona þó þetta sé lítid ad hún láti viljan fyrir verkid, vid allar mædgurn= ar kissum og kvedjum hana og þig gud hiálpi heni og okkur öllum

þín elskandi systir

S Pálsdóttir

ef þú skrifar mér línu á hrærandi systir mína þá láttu þad vera á lausum lappa ætíd sæll

S T Herra Stúdenti Páli Pálssini á Reykjavík fylgja i forsigludum bréfböggul 38 dalir 40 sk: markad P.P.

Myndir:12