Nafn skrár:SigPal-1855-10-01
Dagsetning:A-1855-10-01
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 7 Oct. 00 00s. 0m0 Einar kr. og med Brefi amtms. s. l S-00 10 rd so. andv. 1 ann0 R0nd qvartilid

Hr.gr.d 1 Octb: 1855

ástkæri br: minn!

lángt er sidan þú áttir kiærar þakkir minar skilid firir kiærkomid tilskrif eg hef verid ad vona eptir þér i alt sum= ar og hefdi þad sparad mér vist hálfa örk og lika eitthvad borid á góma sem ekki er sett á pappírin nú er eg hætt ad vona eptir þér þú hefur liklega ekki viljad hætta þér i Flóan þvi i sum= ar hefur han borid nafn med rentu ótídin i sumar hefur verid óskémtileg og= og ad heira jarmin i öllum þú getur nærri hvad kvartad er hér þegar eingin tekur presslambid og miög eru hér lítil ny hey og eldividur og er þó gért rád fyrir

ad blódga sképnu, þar á medal 5 naut kindur og eru þad 2 kyr snembærar svo lítid held eg verdi kúabúid i vetur og hefdi þó valla veitt af þó þad hefdi bætt upp sumar málnituna þvi hún var sár.lítil, þó sendi eg þér kvartilid þitt en eg má bidja þig forláts á ad mér gleimdist ad vega þad tómt svo þú verdur ad giska á þad, eg notadi mér ferd Ser Jakobs i sumar og komst med honum austur ad Móeidarh: og sá mér til ánægju vel= lídan dóttir minar og börn henar bædi mikid efnileg og falleg, Téngdamódir mín var mikid lasin og er nú hætt ad siá um i búr= inu, eg er nú ordin vel frisk nema hvad gigtin er ad stínga mig til og frá, Ser Jakob lofadi mér ad taka híá þér bréf og böggul til Þorunar systir m. sveikst han um þad?, þú varst svo gódur i vor ad bióda mér ad útvega mér eitt= hvad smáveigis, nú ætla eg ad birja ad nota mér þad, og bid þig géra svo vel

og borga firir mig stokk med barnagull= um sem eg hef bedid dreingin sem frá okkur er sendur sudur núna ad kaupa ef han er til, gódi brodir m: skrifadu utan á in= lagt bréf til systir minar nefnl: Madm Thorgrím son eg veit ekkert hvar hún er nidur komin og láttu þvi filgja kútin aptur sem þú sendir mér frá heni i sumar eg vildi eg yrdi nú svo heppin ad þetta nædi i kaups mana hafnarskip, atli þú verdir nú ekki eins leidur vid mig eins og þegar eg sendi þér böggilin til Þorunar, eg kom honum samt, á laugardægin var er sagt ad hafi druknad 16 mans af 2 00ulum vid landeígjasand hvar i voru 5 bændur úr landeigjum, med ástarkvedju okkar til húsbænda þina og mansins míns og dætra til þin

er eg þín sanelskandi syst

S. Pálsdóttir

gud gefi þér gódan og gledilegan senn birjada veturin bródir.m.g

S:T. Herra Studjosus P: Pálssyni á Reykjavik fylgir smjörkvartil og kútur

Myndir:12