Nafn skrár:AsgFri-1884-03-21
Dagsetning:A-1884-03-21
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Núverandi í Dæli 21 Marz 1884

Elskuleigi bróðir!

Líði þér ætíð sem bezt! Nú er mart og mikið að skrifa því mart hefur breist syðan eg skrifaði þér síðast, og mart drifið á dagana.- Hér hefur heldur mátt heita góð

tíð, samt hefur góan heldur verið þeisin, Lítil er jörðin um Garð. Heilsan mann á meðal má heldur heita góð.-Nú er að seigja þér ögn af mínum og okkar högum í

Garði. Það er komin ábúandi í Garð að nafninu, þeir eru eiginlega tveir sem heita Albert Finnbogason frá Þórustöðum á Svalbarðsströnd, bróðir Valvesar

sem þar býr.- Hinn heitir Sigurður mig minnir Jónsson frá Prestkvammi í Adaldal held eg. Eg þekki hann ekkert en heldur er ílla af honum látið. Hann á

að búa á jörðinni fyrir báða enn Albert ætlar einlægt að vera á sjá-

Hann er ny giftur og á eitt barn og annað á leiðinni Hann á aungvar skepnur né gripi eða búshluti en góðan reiking hefur hann, og hefur fjaska lánstraust . Hann

vill kaupa öll hús og hlöður hluti gripi og skepnur, en hvað hann færaf því syðar talda veit eg ekki. Hann vill lofa móðir minni að vera, með Imbu litu í Smíðhúsi-

Hann vil fá Olgeir fyrir vinnu mann enn hann vill ekki vera nema kaupamaður hjá honum yfir sumarið vorið og haustið, og læra svo yfir veturinn. Rikku vill hann fá og

veit eg ekki hvernin það fer og Nönnu að hálfu.- Og þú enn við Björn Utanveltubesefar. og veit eg ekkert um okkur. Amma gamla má vera ef

hún vil. og á Þverá ef hún vill Um Friðriku og Fríðu veit eg ekki neitt. Þetta eru miklar biltingar!!--- (N3) Hér er afla laust alvet.- Eg hef einlægt verið í hamförum að

smóiða heima og í 12daga hef eg nú verið í Dæli og erum við Skúli að þilja stofuna

og er eg mart fleira að gjöra.- á Sunnudagin kemur eða 23 þ.m kemur Friðbjörn í Kórkum til mín til að kenna syskinum mínum hann verður í mánuð.- Hvað á

eg að géra af mér? Á eg ekki af fara suður og vera við smíðar í Raykjavík í sumar? Já enn ætti eg ekki að reina að koma Borni nyður við prent verk hjá Birni frænda

ukkar, eins og eg hef von um að kanski tækist?- Eg hef boðið Heímdall og hafa þessir pantað hann Jón Magnússon Laufási 1. Oddur Ólafsson í Grenivík 2, Jón Ingaldsson

í Flatey 3. Jón Jónsson í Giðugerði í Flatey 4. og Tryggvi Jónsson í Heiðarhúsum 5 og við þrír bræður Björn Olgeir og eg 6. - Kvæðabók séra Mattísar pantar Kristbjörg í

Þúfu.- Eg þakka þér já fyrir sendinguna syðast nefnielga litin. Eg bað Aðalstein að senda þér 10 krónur með því bréfi og vonast eg eftir að hann hafi gjört það.-

Hér má heita talsverður bjargar skortur hjá flestum. Flestir ætla eg að séu heybyrgir.-

Nú eru fréttirnar á þrotum og tímin svo eg má til að hætta að synni. Þú seigir mér hvert þú kemur heim í sumar eða ekki.- Þú segir mér ymsan fróðleík, þú segir

mér hvað mikið maður getu grett þarna syðra og um ymislegt sem nauðsynlegt er. Fyrir gefðu svo elsku bróðir flítirs hripið þínum ónytum en

elskandi bróðir.

Ásgeiri Tr. Friðgeirssyni.

Þér er bezzt að senda Jóni Magnússyni blað Oddslíka og biðja hann fyrir það En Tryggva í Heiðarhúsum hin þrjú og Bjössa bróðir þetta sem viðtökum Segðu mér

hvert þú þarft ekki einkis við. Færðu mér fallega ská ef þú kemur norður. -

Sami Ásgeir

Myndir:1