Nafn skrár:SigPal-1856-03-03
Dagsetning:A-1856-03-03
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 19 Nov00

Hraungerdi 3 Mars 1856

Ástkiæri besti br: minn !

þad er nú miög lángt sidan bréf hafa farid okkar á milli þó hef eg ad þakka þér elskulegt tilskrif og þvi fylgjandi bör000000 sem eg þakka þér, líka astsamlega fátt er hédan fréttnæmt allir tala nú mest um vedurbliduna og má hér nu heita algræn jörd en óvist samt ad sképn u höld verdi gód þvi vida beiddir á skitupest bædi i lömbum og fullordnu fé og sumst= adar farid ad drepast úr heni líka er þad víst ad fénadur tekur ekki vel giöf ef vor= hart yrdi first þad er ordid heni of vant en hegin slæm fiskvant hefur ordid hér austan fiáls en giæptaleisid, er nú um stundir mikid vantar á ad vid hérna lifum eptir óskum manin min réttir ekkert vid úr þessu óskémtilega rænu og afskiptaleisi

filgir þó altaf fötum og med vatt úr begri matarlist eg er altaf vonum frem ur frisk þó ógrónar séu bringspalirnar enda géng eg ekki ad stritvinuni, Eg vona þú getir betur list maninum sem eg spurdi þig eptir, ádur en han nálgast okkur hérna flóafiblin, gaman hefdi eg af ad vera horfin i Steinhöllina til þín stundarkorn en af þvi eg býst vid ad sú ósk mín uppfillist ekki atla eg i tíma ad leggja undir vid þig ad hreifa þig úr dalshrepnum og skvetta þér austur yfir fiallid þegar sumarferdin er komin þú hressist vid þad siálfur og kanskie skáni ólukku sinardrátturin, eg verd ad tala vid þig br:m: einhvurja vitleisu na heldur en ekki neitt, madurin m: bidur kiærlega ad heilsa þér med þakk= læti firir tilskrifid en seigist ekki geta skrifad berdu ástarkvedju okkar húsbændum þinum og vertu af okkur og dætrum mínum hiartanlega astkvaddur

þin elskandi systir

S. Pálsdóttir

S.T. Herra Stúdenti P. Pálssyni Reykjavik

Myndir:12