Nafn skrár:SigPal-1857-01-11
Dagsetning:A-1857-01-11
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 2 febr 57

Hr:g: 11 Jan 1857

Hiartkiæri br. min!

Þad mun beta seint en aldrei ad þakka þér elskulegt, tilskrif í haust og þvi fylgjandi krukku med áburdi og áskri= ft ad bera á öxlina og síduna, eg matmikid vanalega umhiggju og velvilja þin vid mig med útvegurnar, en ad aungvu þad sem i krukkuni var þvi verkunin af þvi reindist mér eingin hvurki til góds né ils eg er þeim pen= íngum illa varid sem gefnir eru út firir önur eins medöl, okkur hérna lídur vel madurin m: hefur aldrei ver= id eins friskur og i vetur sidan eg

þekti han, og hefur þó öll ósköp ad géra þvi bædi bættist vid sóknirnar þettad Hróarsh: hvar han er búin ad grafa sidan veturnætur 6 börn 4 úr þeirri óttalegu barnaveiki 0 eitt 14 anad 12 ára gamalt og margt hefur han fleira ad géra af ymsu sem firir fellur, eg er nú alt lingerdari þó hef eg ekki legid léngi rúmföst i vetur, og altaf er ad minka útgángurin frá bringspölunum, 19 No:b: eignadist Ragnh mín dóttir sem heitir Sigrídur eptir födur systir henar sal:, vida legst, fiárkládin þúngt á og bísna mikid er um han talad svo eg atla ekki ad bæta vid þad neinu nema seigja þér ad hér hefur han verid þolanlegur til þessa, lömbin eru vest þó hefur ekkert drepist en, og alt=

af er verid ad skrida vid ad lækna þaug og eru men ekki vonlausir þad kuni ad takast, á nokkrum kindum fullordnum helst saudum hefur ordid vart vid han og anadhvurt verid skornar strax og ull og skin lítid skémd eda læknadur sem vel hefur lukkast á fullordnu en uggvænast ad kuni ad koma aptur og aptur alt fullordid fé er hér á giöf eins og i hagleisum sidan litlu eptir veturnætur svo ef sikjast kini meigi skéra þad i haustholdum vida er kvartad um á ár i kúnum líka svo heldur lítur út fyrir ad atli ad kreppa ad med fénadarhöldin, nú held eg þér þiki nóg komid af svo gódu, og ekki anad eptir en þad sem first hefdi átt ad vera ad oska þér lukku og blessunar i Ár og ætíd

þin elski systir

S. Pálsdóttir

P.S. eg á ad bera þér astar kvedju og bid þig hins sama til hússbænda þina vertu sæll

Myndir:12