Nafn skrár:SigPal-1841-04-29
Dagsetning:A-1841-04-29
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 12 Mai 41 S:m: þan 29 April 1841

Ástkiæri bródir m:gódur! hiartanlega þacka eg þitt kiærkomid tilskrif af 16 fébrú fyrir skömu medtek= id og virdast mér nú ecki bréfin þin öllu fliótari i ferdum enn min Eckert hefur borid hér til tídinda sem eg man sídan eg klóradi þér seinast heldur hefur tídin verid óstödug sídan á Paskum, af þvi nú fellur ferd hedan af næstu bæum med fyskikaupa mönum vestur ad búdum sendi eg land yckar svo hann striúki ecki eins og i fyrra og bid þá sem med hann fara ad fá vissa ferd af frá búdum med han til yckar hann er eins og klárar minir i halfslæmu standi þeim hefur ecki ordid hiúkrad meira, ómögulega get eg leitad uppi amtmanin þo hann verdi á ferd i sumar, þó þú seigir mér þad, eg vona ad fá ad siá þig þó ecki verdi meira, skipinn eru komin fyrir sunan og trúi eg seigi gódar

fréttir, bréfberarin bídur svo eg má ecki era ad ad masa neitt vid þig ad gamni mínu, eg vona eptir línu frá þér samt besti br: þegar þú getur, ecki er sera Nasi enn þá búin ad borga kvialdin og held eg sé sanast um hann ad hann eigi ördugt med ad halda ord eda giördir sonur hans og nafni er farin vid hentugleika ad koma hér vid, enn ecki grensl= ast eg neitt um erindi er ecki prófastur inn yckar farin ad heilsa upp á yckur fyrst skipin eru komin vestur

lifdu besti br ætíd vel og gleimdu ecki þini elsk systir

S. Helgason

S.T. Herra Stúdíósus P. Pálssyni af Arnarstapa fylgir Raudur hestur

Myndir:12