Nafn skrár:SigPal-1842-06-02
Dagsetning:A-1842-06-02
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 13 Sept s.a. Sídumúla 2 Juni 1842

Elskulegi besti br: min! Eg þori ecki anad en eftir veniu min ad þacka þér fyrir tilskrifid af 21a May enda þó þú sneipir mig fyrir alt sem þér dettur i hug, og eg er þó ad rembast vid ad gera eins og þú ségir mér, eg er nú búin ad semia lángan pistil til amtmansins fyrst þú géfur mér von um han geti lesid höndina mina hefdi ecki verid svo pridilega gengid frá heilanum i mér þá hefdi han ruglast i reikningunum þínum, og ecki hef eg neitt med þá ad sísla nema þar sem þú reiknar vörurnar mínar og er þad einmidt eins og eg ætladist til nema eg ætladi ecki ad reikna svuntudúkin nema 6 fsl al. eins og vadmálid en aptur brekánid 10 fr, enn hart þikir mér ad þú seigir eg muni heldur þurfa ad bæta upp reikningin enn adrir mér, Skrifid þikir mér ad þú lætur rétt eins og Oddgeir se

i hendi mér med alt ockar milli verandi bara þegar han sé komin inn, eg hef nú ad sönu i san frétt ad han brádum komi og hafi nú loks= ins féngid besta vitnisburd eptir seinustu yfirheirslu þá held eg ecki verdi fyrsta verkid hans ad klára ockar reiknin inga eg fer ecki heldur ad elta han og ecki skrifa honum, (og ecki hvad sem þú seigir) enn ef þú treistir þér til ad koma honum hingad vil eg giarnan tala vid han (en þad getur víst hvurki þú eda adrir) eg tel mér skada ad Sera Þorlákur er svona veikur þvi vid höfdum svo opt haft bréfa vexlingar og han mér velviliadur, Nú ætlar Árni á Lundum ad biria fyrir alvöru á ockar landaþrætu og bíd eg þess rétt sem bóli högs, Ecki man eg neinar fréttir, Elín og Jon eru bædi gipt og burtu frá mér, han giftist hér og baud i veitslu sína 30 mans eg lagdi til allan matin og komu mér þá vel griónin frá hús módur þini i grautin Jon giptist

á Gilsbacka vinukonu þar, Eg sendi þér ad gamni mínu bréf sem eg féck frá Profasti Hialmarsen og eitt hvad af blödunum sem þú mælist til 1a spesiu sendi eg fátæku eckunum uckar eg lét þad fara til syslumansins ad Sólheimatúngu en þikir þó minkun ad hvad þad er lítid vertu sæll og virtu vel besti br:m:

þin sanelskandi systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12