Nafn skrár:SigPal-1842-11-19
Dagsetning:A-1842-11-19
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

svar 10 febr 1842. Sídumúla 19 Nóvenb: 1842

Elskadi besti bródir min! þú skrifar mér gott og mikid med T. biarna og færdu ad sömu þöck firir, enn ecki nærri nógu greinilegt svar þvi pennin verdur altiend stirdur ad láta i liósi meiningu mína, fyrt spaugastu ad kirkjulopts söluni mini og ræd= ur mér ad beita próf: i sliku og sendi eg þér þvi bréf hans svo þú siáir meiningu hans þad áhrærandi, og seirna rédi han mér til ad slá heldur talsvert af loptsverdinu heldur en ad rifa þad, Sera Nasi vildi ólmur ad eg rifi loptid, og skaffa anad sialfur og sletta þvi heldur enn aungu in í kirkjureikninga enn sóknarmen hans vildu ecki lopta

skiptin og fyrir eins þeirra milligaungu gerdi eg loftid falt fyrir 16u eda 16 lamba fódur þá sendi kallin 6 sp og sagdist ecki eiga meira i eign sini og feck 2 til láns til ad triast vid fódrin eg þacka haminguni ad fá þetta litla þvi eingin madur fær hiá nasa skuldir sínar og sagt er ad han fái ecki handa sér ad ieta i kaupstadnum fyrir skuldum ecki biggir hann nockurn kofa svo krapta verk þikir ad þeir drepa han ecki, alt fied hefur han haft i bænum i skála og skemu kofa._ Eg er enn ecki búin ad gleima bréfinu hans Oddg: og sendi þér þad nu besti br:m: og bid þig nú ad bregdast mér ecki og skrifa fyrir mig uppkast til ad svara þvi og hvurt sem þér sinist eg sendi þad til kaupins: ellegar reini ad ná i han ef aptur

kemur helst vildi eg honum gediadist þad ecki betur enn mér hans bréf 1 held eg ad han hugsi ad eg atli ad stela tekjum sínum hér, enn eg vona ad ecki sé runid meira af þeim um til mín enn eg átti hiá Oddg: og medfylgandi uppkast eptir Sera Bödvar fra mér til Ser Þorláks sín= ir, þvi eckert er af þeim borgad nema 16r sem Sera Þ sendi mér fyrir kost smids= ins þó bædist vi þan reikning sídan 2 skrár fyrir kirkiu og altari sem eg lagdi til 4a daga smidi a kirkuni sem ógert var þegar Oddg smidur fór og þetta hálfa færist Odg: og svo til reiknings, líka 2 vildi eg han vissi ad eg ecki hef sníkt mér út rádsmensku yfir tekjum hans þvi kaupbréfid ber þad med sér hvurt eg var ecki neidd til ad takast á hendur kirk= ju reikningana

i 3 lægi finst mér han hugar lítilega þacka mér alt þad ómak og óróa sem eg hef haft ad ná undir Jordina aftur þad sem undan var geingid, og undan geck, i tíd födur hans sem var stikkid milli veggia og eg van i sumar af A á lundum, enn ecki hef eg svo tekid fram fyrir höndur á Odg: ad han geti ecki skilad þvi aptur þegar han vill seinast atlar han ad láta mig nióta frædsemi og bídur mér ad kaupa fyrir 1200rd sem lofad var fyrir 9u nú hef eg drepid á þad sem þú spúrd mig ad ns hvad mér þækti ad bréfi Oddg. þú seigir kanskie ad han hafi ecki vitad þettad en han atti þá ecki ad skrifa um þad sem han ecki vissi heldur sína litillæti og tala vid mig um ockar milliverandi Æ skrifadu honum fyrir mig eda sendu mér uppkast

Eg hef nú haft i 2 ár frid fyrir Skraddara reikningum enn ecki veit eg neitt hvad um han lídur._ aungva línu fæ eg fra syskinum minum ad austan, og aungva línu áhrærandi skiptin eptir br. ockar nema þá er eg sendi þér frá G. og heirist mér han ecki neita skuld mini bágar fréttir sögdu Skl0p_ ad austan af Þ. systir ef ad hún hefdi mikid stórt æxli á lífinu og væri bædi heni og ödrum þad óttalegt mest vegna þess ad hún var kom= in ad falli, _ aungvar man eg fréttir hér um pláss nema nídáin Sera Daníel i Skördum margur kvídir vetrinum og er eg i þeirra tölu, þvi han sínir sig heldur kaldan enn heýin reinast slæm, ætli eg mætti tína til fyrir fyskin áþekt þvi sem i firra þad bid eg þig ad gefa mér ávísur um og hvurt ecki má skiliast eptir vid búdir ef á lægi ad spara sér krókin ecki atla eg ad senda Raud

þin aftur enn láta han heldur drepast med mínum, ecki er vand greind þad sem honum fylgir og þú seigir mér ad láta taka til hirding ar þvi þad eru ecki skrifublödin nema undir afturlöppunum enn hinir eru hóflausar og aungvum spotta i han hnitt:_ mikid held eg þú hugsir mér ilt fyrir ruglid og kvabbid enn þú mátt til ad taka mér þad ecki upp, eg atladi ad bidia Ser Bödvar ad skrifa fyrir mig Oddg. en eg hélt ad ecki væri vert ad eg hindradi han frá búskapar umsnifum sínum þau kan nú ganga ervidlega eingín eldividar köggull hiefur i sumar og á anad hundra hestar ordid úti af heíi i haust._ Eg lifi vid vonina ad fá ad siá þig ef amtm: fer á standa þingid i sumar, vertu allatíma san farsæll br: m.g.

þín elskand systir

S. Pálsdóttir

Myndir:1234