Nafn skrár:SigPal-1843-09-18
Dagsetning:A-1843-09-18
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 4 ocb.

Sídumúla 18 Septb: 1843

hiartkiæri bródir min gódur! Ecki var lángt bréfid sem þú skrifadir mér med Þordi enda er þad lika seint þackad eg hef i alt sumar verid ad vona ad siá línu frá þér en first þad hefur ecki verid þá vildi eg ad þad færi svo ad eg fengi ad siá þig persónulega eg lifi i vonini ad þú farir sudur med Arna litla þvi eg hef heirt ad han hafi féngid skólan Fátt er hédan i fréttum sem vant er, mikid var kránkfelt framan af slættinum og leid fólk mikid tap vid þad med heiskapin ecki dóu ér um plás nafn= kéndir sem eg man nema Madme Sigþrúdur á Svarfhóli Eckia Sera Peturs og Ragnhildar á Lundum kona Arna og Madme Kristin i Stafholti Eckia sera Þorvaldar ecki fórum vid hierna varhluta af þessum siúkdómi þvi hálfan mánud medan best var tídin frman af slættinum vard lítid

sem eckert ad verki þvi allir voru sárveikir og sumir leingur medal hvurra ad eg var sem léngi var lasin og ecki hef eg getad farid ad heiskap nema 1/2 mánadar tíma i sumar nú first er eg ordin nockurnveigin frisk, mikid hefur verid rigningasamt sídan á leid sumarid svo ervidur og endaslepur hefur nú verid heiskapurin eins og vant er._ Nú verd eg feigin amtm: góda til bodi med ad senda honum skraddara reikníngin þvi nú er mér ecki leingur vært en vist þikist eg vita á 00sum kríngumstædum ad eg muni vera óréttilega krafin hans, Eg vona eptir reikning frá þér sídan i vor og skinin tekur þú eptir sem þér sinist. Eg sendi amtm: 2 saudi sem eru med þeim skastu minum med einhvurium Joni Jonssini sem rekur kindur vestur ecki borga eg honum rextrarkaupid þvi eg vil ecki gera þad ef han kanskie drepur þá eda hrekur miög mikid sem mér þikir nærri verst heldur visa

eg honum til þín eda amtm: med borgunina ef han skili saudunum vel útlítandi, gódur var fiskurin sem eg féck i vor en 5 fiórdunga og 7 merk vantadi uppá viktina hiá mér og hefur han kannad þad i heimflutningnum en han á ad seliast og kaup= ast þar hvursu mikid sem eg þarf á fiski ad halda þá hef eg ómögulega getad sent hest þó amtm: hefdi gért svo vel og látid uppá han, Ecki er eg en farin ad skrifa O.g: og á eg nú farin vid Sra B: Thorlaksson um þad efni og gefst mér lángtum betur svo eg held eg nái mínu upp ástandi smásaman forlátu hastin heilsadu S:v: og lifdu ætíd vels ósk

þín elskandi systir

S: helgason.

ecki verdur Raud bönud mírin saudirnir eru bádir hvithintir med mark stift og gagnlitad bædi eýru

S.T. herra Stúdenti P: Pálssini á Stapa

Myndir:12