Nafn skrár:SigPal-1844-11-03
Dagsetning:A-1844-11-03
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 20 Dec 44

Sídumúla 3 Nób. 1844

Elskadi besti br: min! Ecki man eg hvad mörg tilskrif eg hef ad þacka þér núna br:m.g. þad er vist 1 med Þorkieli Ketilsini og þvi fylgjandi vísna kverid mitt eg sendi þad strax Sigfúsi eptir bón hans, Eg skrifadi þér ilt og lítid med saudunum sem eg sendi amtm: bara þeir hafi komid til skila Ecki man eg anad i fréttum en þad ad Ser Jonas i R:h. er ordin eckjumadur atvikadist þad hörmulega og svo leidis ad kona hans datt i laugina og bran svo skadlega ad hún lifdi ecki nema halfs manadartíma Tídin er gód og vellídan fólks þad eg veit mér og mínum lídur vid þad gamla bærilega lsg, Eg fór ad mana mig upp i haust og rída sudur ad gamni mínu ad siá systir mína eg hafdi ecki komid til henar i 4 ár heldur er hún ordin lasin en efni henar er eg hræddum ad heldur minki

Eg fór in ad Laugarnesi og var mér gott þángad ad koma mikid síndist mér frúin ordin lasburda þad var komin til systir minar kallin med arfinum ockar austanad og lét hún mig opna han attir þú þar i presshempuna og margar bækur sem eg man ecki nöfn á þetta geimir systir mín þángad til þú rad= stafar þvi, Eg féck 3 bækur og gaf eg geir litla þær þvi þad vóru skólabækur sem han þurfti i vetur og gat ecki féngid, en Fötin sem eg féck bad eg hana ad selja ef hún giæti i fúllu verdi en anars senda mér þaug húsbóndi þin skrifadi mér og gerdi upp Reikninga ockar og urdu þeir þá ödruvísi en eg atti von á þeim þó held eg ad han hafi ecki y0fid mér upp i þeim óvörum, eg þordi ecki ad bidja þig ad skila til hans kvedju mini en herdti upp hugan og skrifadi honum sialf og bad han ad ætla mér fisk i vor óheppin var eg þegar Svb var á ferdini ad fina han ecki eg bid kiærlega ad heilsa honum Eg neni ecki ad skrifa þér meira núna þó nóg hafi alltid ad tala vid þig en láttu mig ecki gialda leti minar br.m g. lídi þér ætíd sem best: óskar þín san elskandi systir

S: Helgasen

Myndir:12