Nafn skrár:SigPal-1845-03-12
Dagsetning:A-1845-03-12
Ritunarstaður (bær):Síðumúla
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Mýr.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 8 Apri 45

Sídumúla 12 Mars 1845

besti bródir min gódur! Svo held eg ad þér sieu nú ordnir leidir sedlar mínir ad valla þori eg ad láta eirn hlaua núna, en fyrst ferdin fellur med hreppstióra mínum vestur ad Vogi kémstu aungvu ad sidur undan þvi ad eg þacki þér fyrir elskulegt en þó ecki kiærkomid tilskrif med póstinum, aldrei hefur mér eins illa fallid ad lifa undir lögunum eins og iþvi falli ad gialda þessum presti, sialf sagt hef eg þó þín rád br: m:g: ad hleipa þvi ecki i mál, eg held mér sie þolanlegra ad sletta einhvurju i han svo sem eins og i gustuka skini heldur en gialdskini eda heldur þú ad eg kom= ist ecki útaf þvi, Fáar eru fréttirnar sama vedur blídan vidheldst bóndi i Nordárdal ad nafni Þorstein á gleitstödum dó mikid snögglega úr taki, Sera Jon i Hvammi hefur skrifad biskupi ad han vilje seigja af sér braudinu med þvi skilirdi ad Sier Jon á Gilsbakka

fái þad en anars ecki, þvi allir held eg vilje Sier Joni vel, og hialpa honum ef giætu nema ef stifstyfir völdin eru anarar meiningar Eg er nú ad vona kanskie ad verda svo heppin ad fá svar fra þér upp á þad sem eg skrifadi þér seinast áhrærandi bréfid hans Skúla med hreppstióranum til baka, þvi fáum dögum eptir ad eg skrifadi þad komst þad beina leid vestur ad Vogi, en lika getur verid ad þad verdi þessa um sedlisamferda og dregst þá nú mikid med svarid frá mér til Skúla þvi eckert get eg árætt med þad fyrr en þú gerir svo vel og láta mig vita skilausa þina meiningu, Ecki skildi eg br.m:g: hafa gért þér þetta svona ef til vill vanskielegt hefdi eg verid kunugri, þvi meiningu mína get eg sagt um þad sem eg þacki til og hef líka matt halda á þvi og núna fyrir skömu gömlum vin mansins mins sal og kuningja mínum J: Nordfiörd eg hef kanskie ordid svo óheppin ad svara honum ecki eptir vild sini þvi þó mér hafi fundist stada mín hér i margan mata ördug og finist eg aldrei vera fær um umsión þá sem á mér þarf og á ad hvila

* þær gialdfriar og þingja svo svo á prestunum firir þan munin lídi þér alltíd br:m:g: sem an og óskar þín systir S: Helgason

þá vil eg þó bara mig ad hafa stöduglindi til ad skipta ecki um til þess sem hefdi útlit fyrir ad yrdi hvurki börnunum eda mér til neins góds, þú matt ecki misvirda þó eg rugli vid þig alt sem mér dettur i hug þvi þú eirn ert svo óheppin ad verda fyrir þvi af mér, ólucku kallin han Hallvardur er nú farin ad krefia mig um peninga skuldina gömlu, þó án þess ad han þurfi á peningunum ad halda, og skrifadi mér bædi illgirnis og heimsku= lega og heimtadi 30 spesíur samstundis en hitt sem eptir stædi þad fyrsta eg skrifadi honum aptur vinsamlega og minti han á margfaldt loford s0 nefnil: ad eg þirfti ecki ad borga sér síst fyrr en ödrum skuldum væri lokid, og sagdi sem satt var ad þad væri ecki en núskéd þó sendi eg honum 10u spesíur og visadi honum til 5 Sp: eda þeirra virdi hiá Se Jonasi en 12 voru adur borgadar Ástsamlega bid eg ad heilsa Svb med þacklæti fyrir tilskrifid sem vard þínu samferda eg ætla ad skrifa honum med Fiskikaupa maninum frá mér i vor lattu mig sem first siá línu frá þér en sialfan þig i sumar þegar húsbondi þin rídur til þings eg vildi han giæti bætt kiör presta eknana svo ad géta *

S.T. Herra Stúdenti P: Pálssyni á Stapa

Myndir:12