Nafn skrár:SigPal-1828-06-22
Dagsetning:A-1828-06-22
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarst: þan 22 Junius 1828

Elskadi besti brodir

Nu eru 4ir dagar sídan Séra B skrifadi þér en miklar um breitingar eru á þeim skiedar sem eru þær ad Amma ockar elskuleg er buin ad fá lausn frá þessu mædu sama lifi og 0000fadist hun frá þessum heimi i giærmorgun kluckan 5 eftir halfs manadar legu en var þo ecki miög þungt haldin firr en á3a seinustu dægrin urdu lidingarnar ofur miklar en alt þetta bar hun eftir vana eins og hetia, þu getur næri hvad vid vesalings systur lidum en gudi er best ad trúa og treista og taka þvi vel ad höndum ber, Amma ockar sagdi vid skildum vera hier þetta árid og eftir bon henar ætlar afa systir ockar á Kyrkiubæ ad bioda Þoruni systir til sin ad vori eg hefi heirt ad Séra St: á Valþiofstad vildi eg færi til sin en óvist er hvurt eg giöri þad en hvad á eg af mér ad giöra þvi spir eg þig sem einasta vin til en ætlast ad iardarförin verdi á þridiudagin og verda likmen 0000000 hérna Einar teingda

sonur bubba mins og Magnus min á Brenistödum nu hef 0000000 til ad para meira i þetta sin besti brodir Lifdu so ánægdur og farsæll sem eg oska og gleimdu ecki þini munadarlausu

S: Palsdottir

P:S: heilsadu S: brodir hiartanlega frá mér ó ad þú værir nú komin til ockar en þad held eg væri of stor fæla lifdu vel

Myndir:12