Nafn skrár:SigPal-1829-06-22
Dagsetning:A-1829-06-22
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hallfredarst: þan 22 Junij 29

besti brodir!

ecki vissi eg firr en i dag ad farid er ad skrif skrifa med postinum og á strax ad komast i ferd hans má eg samt ecki gleima ad þacka þér med einu ordi elskulega brefid þitt sem eg feck i vor eftir Sumar malin og fanst mér laung bidin eftir þvi þa fór eg strags ad giöra rádstöfun firir ad komast í burtu hedan en firr en eg feingi linu frá þér vildi eg ecki giöra þad eg atla ad þigga ad fara til Madme Þorunar þad hefur hun so marg bodid mér en Þ: systir fer ad kirkiubæ ecki er ockur sem gedfeldast ad verda ad skilia en ecki tiair ad tala um þad, eg þacka þér elskadi b: firir 00fa part þin er þu gafst mér þó mér sindist eg ecki þurfa þess og eiga nog ad 00000 í þessu sem öðru sindir þu brodur digd þina vid ockur, Skömum tima liair H00tas000 komu lódsedlar ockar fra Syslumani hafdi han þa skift milli ockar allra Siskinana þetta þogti mér Skritilegt so eg fór til funda vid herran og spurdi ad orsökini hvar

00000 han hefdi skift so Svar hans var þa ad han ecki hafdi fullkomnar ástædur fyrir ad hafa 0ad 0000visi en lét þad þo ad ordum minum ad skipta milli ockar Systra ad nyu þinum og Stephans parti en ecki Siggeirs þvi han hafdi ecki leifi frá Amtmani þar til, bad so Gudmund hérna ad koma í peninga þvi er han giæti af hluta hans á Ketilstödum var mér vel tekid og gaf Madme Melsted mér gullhring þegar eg fór, Nu er eg buin ad selia alt af eigum minum það sem eg má án vera og er eg nu ordin mesti peninga puki og hef eg ecki felt mér i skada nu er þá so langt komid ad vid Systur förum hédan innan halfs manadar æ gud rádi ad hvuriu ockur verdur þad 0000dilegt væri ad meiga tala vid þig besti br. þvi margt er á ad minast en eg skal vera þolinmód þvi sen kemur tidin á hvurri ecki verdur vina skorturin aungvar man eg frettir ollum hér lidur bærilega en mikid eru gömlu hionin farin ad lasnast þaug eru ockur þaug sömu

trig0u godu, eg er ordin so sifiud ad eg get ecki parad meira firir gefdu 0000 mér þettad rugl heilsa Siggeir og gleimdu ecki ad skrifa þini

S. Palsdottir

Myndir:12