Nafn skrár:SigPal-1829-11-23
Dagsetning:A-1829-11-23
Ritunarstaður (bær):Laugarnesi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Laugarnesi þan 23 Noveb:

elskadi besti brodir

Nu er þad 1 briefsefnid ad bidia þig forlata á ómindar sedlinum sem eg skrifadi þér úr Reikiavík i haust og þar nærst þacka eg þér hiartanlega fyrir tilskrifid seinast, ecki var eg leingi ad huga mig um ad þigga ad fara hingad og ecki fór eg naudug úr austfiördum i neins tilliti 00nema ad skilia vid Þ: systir en þad gledur mig ad hun er i godum stad hia afa systir ockar og var hun komin þangad fyrir halfum manudi þegar eg fór seinasta bréf þitt feck eg 2 vikum adur en eg ætladi alfarin ad Krossavik brá eg mér þa nordur ad fina Madme Þoruni og seiga heni þetta og sagdi hun eg skildi vera sialfrad ad fara til þin eda þetta fór eg þa ad bu mig til ferda sialf seldi eg alt þad af eigum minum sem ecki gat komist med keipti eg so 2 hesta anan af Séra Benidikt fyrir 6 Spesiur og gat han ecki giert mér betri greida og ecki kom eg ödrum hesti á bak alla leidina hin af S. födur brodir ockar fyrir 11 rix0d og gamlan klár gaf han mér nu er 00ad ad slá af, eckert gat Profasturin á Hofi stiggt mig til ferdarinar eg þurfti þess ecki heldur Amtmadur Jonson sem for austur tok mig i ferd med sier á Akureyri so komst eg þadan med hioum sem voru a ferd ad Vidivöllum

i Skagafirdi þadan keipti eg filgdar man og hingad og kostadi mig þad 5 Spesiur 9 daga var eg á ferdini og fieck þá allra bestu tid og alt geck mér so vel sem eg hefdi getad óskad ecki kuni eg vel vid mig first þegar eg kom hingad en nu langtum betur hionin eru mér i öllu eins god eins og foreldrar og allir eru mér godir heirt hef eg ad kona bubba míns hafi sálast í sumar viku eftir ad eg fór eg atti ad heilsa þér frá öllu frænd og vina folkinu ad austan sier ilægi Madme Þoruni i Krossavik og þar med ad sig langadi so mikid til ad sia þig adur en hun dæi blessadur vertu lattu han S: litla brodir skrifa hönum fostra sinum kallin er farin ad taka sier þad til ad han ecki fær bref frá hönum

er þad satt þu ætlir ad sigla i sumar lofadu mér þo ad sia þig adur á eg ecki ad senda þér hestana mina sem lifa 2 i godu standi ef ferd fielli i vor so þu giætir ridid þeim hingad Skrifad mér med hvurri ferd frúin bidur ad heilsa þér heilsa frá mér S. br:

elsku besti brodir so farsæll sem óskar þin elskandi

S. Palsdottir

Myndir:12