Nafn skrár:SigPal-1831-11-13
Dagsetning:A-1831-11-13
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

0.0 13 Novemb.

Elskadi brodir

Þöck fyrir tilskrifid med Sigg. br og var ecki 00utt um ad mér væri ecki farid ad leingia eftir linu frá þér en ecki tiáir ad tæa um þad þeagr eg fin fra00munina lika frá sialfri mér med ad skrifa þér þu seigist besti brodir hafa frétt margt af mér og vilia heira mína eigin sögn þar um en satt ad seigia hef eg giarnan vilid koma mér hia ad tala um þad 000000 þvi mér hefur verid nógu þungt ad hugsa um þad eg get heldur ecki sagt þér sanara eda greinilegra en eg vissi til ad þér var skrifad þad en i firra vetur sagdi eg þér einum frá vandrædum minum so fan þeim er eg best treisti en þu svaradir þvi litid þvi þer hefur liklega þokt úr vöndu ad ráda og þar þad ecki var sidan vanskilegt firir mig heg eg kanski valid þan veigin sem sidur skildi og kringumstædum minum

frá þvi men vissu þetta þikir mér liklegt þú getir nærri margt af folki getur so gods til min ad eg hafi verid orsök ad 00000uni 0 med giftingu S. H. D. þad sem óvidkomandi tala um þad er mér rauna laust en ef hun og foreldrar henar eru sömu meiningar fellur mér þíngra ecki hafa þaug talad þetta vid mig en mikin þátta og 000 leidi hef eg margt á þeim til min þetta lid eg þeigandi af þeim án þess ad gat nockud vid þaug talad eda af sakad mig og min einasti hugur er ed eg hef goda samvisku fyrir ad ecki ad hafa spilt á milli þeirra hvad taladi byskupin um þetta vid þig i sumar æ sierdu nu aungva veigi til ad bæta úr þessum óróa minum og þvi sem husbændur minir 0000 voru og dóttir þeirra hef þokst lida firir mina skuld þad væri kanski vegur til enn han vil eg ecki nefna mér væri ecki heldur lett bærara þó þu vildir kanski þvinga þig fyrir mina skuld

þú verdur ad fyrirgefa besti br. hvad eg i rádleisi rugla vid þig þar nu er ecki ödrum frá ad seigia

i sumar sigildi Helgasen med firstu skiptum þegar Módir hans brást honum i þvi ad taka ockur bædi þvi einsamall vildi han ecki vera hia heni en hvurnin honum geingur má gud ráda han fór an þess ad hafa ad vænta nockurs sliks af folki sinu* *han bad séra Oddson ad sækia um braud fyrir sig ef þad fielli han skrifadi mér med Postskipinu ad ser lidi vel og heldur ad han fái goda hialp af felæginu en vill þo koma aftur i sumar han bidur mikillega ad heilsa þér og seigist ecki hafa tima til ad skrifa þú seigist vera half hræddur um mig hier i vik en eg seigi þér satt ad eg huxa alt an en ad hleipa mér í nockurn soll á eg sit altaf heima hia systir mini hun reinist mér i öllu betur en eg get frá sagt brædur minir bádir komu med godum skilum í skólan i haust Stephan er mikid stiltur og eg held i fleiru líkur þér Sigg. getur lika verid stiltur þo þad kanskie skal upp i þad á 0000

en mikid held eg han komi sér vel vid skóla brædur sína og ecki veit eg anad en han hafi ad öllu hagad sér vel sidan han kom hingad þeir skrifa þér alt greinilega af sialfum sér nu má eg til ad hætta þvi pósturin kallar en margt er en þá sem eg hefdi viliad tala vid þig first eg biriadi þad nu atla eg ad bidia þig ad skrifa mér med firstu ferdum greinilega og hvuria meiningu þina hvurnin sem hun er eg vona ad þú ecki takir illa upp og virdir mér til vorkunar þo eg rugli þetta alt vid þig

Systir min elskuleg og Jon br. bidia ad heilsa þér

þin sanelskandi systir

S. Palsdóttir

Myndir:12