Nafn skrár:SigPal-1857-12-31
Dagsetning:A-1857-12-31
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 7 Janu

í Steimpumini á gamla árskvöld

Ástkiæri gódi bródir!

Nú ert þú líklega búin ad hlída á kvöldsaung og lesturin hans Jóns Benidictsonar, og eg búin ad lesa líka, og er nú ekki anad skemtilegra en kasta uppá þig kvedju mini, med nágra= nna mínum sem atlar ad skvetta sér sudur nær sem fært er og er, þá first ad óska þér og húsbændum þínum gledi og blessunar á Bíríun sem birjar á Morg= un, og líka þakka ykkur öllum firir þad lidna og liggur einkanlega þakklætid til þín br: m:, ei þvi ad þakka firir komuna i sumar sem mér var svo kiær, líka þakka eg þér 2 kiærkomin tilskrif, nú er eg komin enn þá álveik og farin ad skamta, og held eg þad geri hátídarnar og hángiketid, þvi sídan 3 vikum firir vetur hef eg aldrei komist ofan firir stígan en þó aldrei

leigid miög þúngt, síden er lítid gott ad frétta sem þú getur nærri, vid erum ad burdast hér med 20 ærnar sumar sínast læknadar hvad léngi sem þad verdur en sumar uppá þad vesta, þad dreif sermikin snió firir Jólin ad eingin sást á ferd nema hrafnin og ser Páll i Bæ komst á skidum ad Villingaholti og messadi alla dagana hérnar med þraut messad á annan med lítid fleirn en hverfis fólkinu, vest var ad ófærdin var nærri búin ad drepa dyralæknir okkar Haukur han var ad briótast ofanúr Túngum heim til sín, 0og næstum daudur enn eg vil ómögu, lega missa han eg held han sé allra besti madur, han var sér vedurteptur í viku og kom okkur vel saman, hormulegt er ad heira af ferdum Bileíngs en han hefdi átt ad kuna og breita eptir, bodordinu eígi skaltu frétta drottins guds þíns Eg sé þad br: m ad þú heldur eg kunni ekki ad skamast mín ad þigga asamtm

svo mikin dún og i sumar gefnir og fara nú ad bidja han um meira, enn svo þér verdir eptir trú þinni þá get eg ekki hræsnad þad ad mér komi ekki best af öllu ad eignast hvad lítid sem þad væri af honum, nú held eg fólk geri ekki rád firir smiörbirdum en þad veit eg ad ef eg á 1 pund handa mér þá á eg anad handa ykkur, Nú er sá 3 Jan og madurin m. ad messu i L:d: og var þó hálf lásin han er ekki ordin fær um vetrarferdir enn hugurin er svo mikill, han vill helst deya standandi, altaf fer i vögst óánægja og óvilje min med búskapin hér eptir leidis og vil helst gánga i Hillir min og þó eg verdi þar ad skiessan þá skal eg ekki verda manskiæd, sérdu nokkurn þarna hentugan og áreidanlegan ad klaungra yfir okkur kofa ef til kiæmi eg þekki þig bestan til þess br.m. en þad er nú kanskie margra hluta vegna ekki ad nefna en hvad seigir þú um Einar nokkurn sem einusini var i Brúarshrauni og nú trúi eg i Hafnarf: systurson Arna i garsauka eg hef heirt han væri afbragds smidur, þú verdur ad forláta mér eins og vant er alt ruglid._ vertu af okkur öllum ásamt húsbændum þínum hiartanleg= ast kvaddur

af þini sanelskandi systir

S. Pálsdóttir

S. T. herra Stúdent P. Pálssyni Reikjavík

Myndir:12