Nafn skrár:SigPal-1859-06-05
Dagsetning:A-1859-06-05
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 15 Juni

5 Júni 1859

ástkiæri gódi bródir min!

Eg hef ad þakka þér ástúdlegt og bródur= legt tilskrif eins og vant er og hef þó valla tíma til þess sídan ad eg frétti ad Hialmh: brædur ötludu sudur á mor= gun þvi eg er farin ad vona eptir syslumani okkar sem atlar ad þinga hér á morgun enn verd ad taka á móti honum þvi madur min er nú austur i R.v. syslu i sini vanalegu fardagaferd, eg þurti þó endilega ad bæta ofurlitlu vid þig en af frænd= fólkinu, þó eki sé þad ein Sigrídurin sem vid erum öldungis samdóma um, Sigrídur

mín eignadist 9 Aril friskan og frídan dreing en þad skildi þér þika undar= legt ad han heitir l00fi þvi bera verdur til hvurrar sögu nokkud skirgrim= sen misti sama morgunin og þessi fæddist yngsta barn sitt sem hét þvi nafni eptir födur hans, sídan sumarin á lin hafa 2 dætur mínar komid til mín mér til skémt= unar Ragnh. min, frisk og lídur ad öllu vel nema hvad Ama henar er ordin mésti aumíngi ad þvi leiti sem opt slær úti órád firir heni, enn klædist þó optast, Guna min frisk og lídur vel og eins og þegar hún var kátust heima, nú vona eg br.m.g. ad þú siert ordin friskur og þad svo ad þú komir til mín i sumar þegar þurir eru ordnir veigirnir eg skal þá 0 lesa þér nóg af þulum og fornkvædum sem hun Ama okkar kéndi mér s00 Skúli Téngda sonur min fór ad hlída mér yfir og liest vilja safna

þesshattar firir Jón Arnason enn eg bar þá svo ott i han ad han vard i vandrædum og hætti vid alt saman þad er siálfsagt ad eg sendi kvartil húsb: þínum eins og vant er þó eg geti þad ekki med þessari ferd en seigdu mér hvurt þeim liggur á þvi berdu þeim ástarkvedju mína þaug eru svo vel búin ad géra vid mig med du in ad eg atla nú ad þagna á ho um u stund enn þá tekur eitthvad anad vid, nú atla eg ad bidja þig eins og i firra br.m.g. ad koma til Töntu okkar frá mér medfilgjandi 10 dölum ásamt inilegustu ástarkved= ju mini og ad eg ætli ad skrifa heni seirna en komst ekki til þess núna enn eg er hrædd um póstkipid kuni ad riuka burt ef þad kemur ádur enn eg næ í þad, forláttu hestin, og lídi þér svo vel, ad þú getir glatt med komu þini

þína ætid elsk: systir

S. Pálsdóttir

S. T. Herra Student P. Pálssóni Reykjavík ifilgja 10 rd: med Olafi i Hiálmholti

seinasta bréfid i Strimpu mini 15 júni skrifa eg þér nú ástkiær= asti br min! þvi eg vil ekki fara svo frá Hr.g. ad eg ekki þakki þér allar sendíngarnar og ykkur Sophiu bádum sem mér líkudu svo ágiæt= lega vel, og líka þurfi eg ad láta þig vita ad þetta ónædi drap mig þó ekki, uppbodid er afstadid og var i 2 daga og eg skaffadi öllum mat kaffi og brenivín og atla fagnandi ad komast á stad i firra málid ef gud lofar veru blessadur

þín elsk: systir

S. Pálsdóttir

Myndir:123