Nafn skrár:SigPal-1869-09-19
Dagsetning:A-1869-09-19
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

vidt 16 enn marg sv 28 Sep00

Heima 19 Septbr 69

hjartkæri br.m. gódi

skjemst er nú á milli ad eg heilsa upp á þig br.m. i gjærdag sat eg einsömul, vid rokkin minn eins og eg von og vissi ekki fyrr enn Stebbi frændi stód þar hjá mér, hann færdi mér brjef módur sinnar næsta aumkunarlegt, um ad hjálpa honum med þad sem hann þirti af peníngum i vetur ef svo stædi á fyrir þér ad þú gætir þad ekki sem hún

sagdi ad madur sinn mælt= ist til vid þig medfylgjandi sedli nú er þetta sjálfsagt ad eg hjalpa Stebba fyrst han þarf og ef þú vilt vera laus vid þad i þetta sinn samt fæ eg honum aungva penínga núna heldur sendi eg þa seirna eptir ávísun þinni, hann er med 60 rd sjálfur og vonar ad fá 20 u frá Ser B. i Holti fyrir hnakk adra 20rd frá Larusi Blöndal fyrir sama, svo ef þetta bregst ekki þikir mér líklegt ad ekki þurfi miklu vid ad bæta þegar sparsemi er vidhöfd, rétt einusinni, ekki samt i fyrsta sinni, get eg

frætt þig á ad Ragnh m eígnad= ist dóttir 9 þ.m. og ljet fadir hennar skíra hana Móheidi hún er nú hér til vistar svo sem mánadartíma sem G. mín atlar ad ljetta henni á systur sinni þvi hún hafdi nú ekki gódar kringumstædur þvi ársgamla barnid hennar hefur verid þúnglega veikt sídan med sláttubirjun og er nú first ad hjarna vid nú er þad naudsinlegasta búid og kved eg þig ásam húsb. þínum bestu óskum

þín elsk. systir

Sígrídur

ofurlítin misuost bid eg húsm. þína ad forláta mér

Myndir:12