Nafn skrár:SigEin-1875-11-08
Dagsetning:A-1875-11-08
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureiri 8 Noember 1875

heiðraði góðkuníngi

bestu þakkir firir brefið þitt og unðirtektina a tilmælum minum það glaðði mig mikið að geta glætt ofur litin vonar neista i hjarta Tómasar hvenær sem mjer tekst nú að gjöra það þvi vonin kjemur þó þeim vesta ætið til að biggja nokra loftkastala, og það er þá sie stundðin, því þó þeir hrinji að því búnu þá eru þeir hinir sömu unðnir so vanir því í lífinu en jeg treisti þvi að i aungvar betri hönður en þínar hefði dómara grejið getað komið, jeg hef bestu von um að geta utvegað þjer Hall og Ebeneser, en kjæmi þjer að nokru halði hjeðan af þó þú gjætir feingið ??? úr Norðra sem þú mæltisttil i haust? Satt er það sem þú sagðir aumar eru plágurnar og þo sú verst er þú talðir síðast því við hinar tvær verður torveldlega ráðið en heni hefðu menátt að geta af stírt hefdi men farið higgilegar að ráði sínu en það eru litlar líkur til að það verði satt var það og so að gott var að Björn fjekk prentsmiðjuna þó hún sje en nokkuð ofullkomin þvi stíllin þó han sje ljómanði, er so lítill að han getur ekkert prentað anað en blaðið firen han getur feingið viðbót, þeim hjer hefur ekki getað farist ver við han en verið hefur en afðrif hinar p:J. munu verða eins og þú hefur spáð, jeg hefði þurft að þrifa

þjer fleira en timin er að líða að þvi töskuni verði lokað so það verður að bíða í þetta sin berðu Ónee og siskinunum kjæra qveðju mína jeg þurfti meiren að skrifa heni en það verður að bíða til næstu ferðar það gleður mig ða heira alt sem ikkur geingur i vil að endíngu óskar ikkur alshins besta ikkar gamla vina

Sigurbjörg EinarsDóttir

Erlendur biður að heilsa

Myndir:12