Nafn skrár:SigEin-1882-01-12
Dagsetning:A-1882-01-12
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurbjörg Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1823-05-22
Dánardagur:1907-01-12
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Kaupangi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Akureyri 12ta Janúar 1882

heiðraði fornvinur! bestu heilsan til þín og þinna það er nú orðið láng síðan lína fór á milli okkar og hef jeg átt von á brefi frá þjer með hverri ferð, 23 May fjekk jeg það seinasta, nú þikist jeg vita að annað hvert muni rokið mitt vera selt, eða þá öll von úti með að það selist, þætti mjer nú gott að fá að vita hvað því líður.jeg yðrast nú eptir að jeg var að gjöra þjer firir höfn með þessu, en það kom til af því að jeg trúði þjer best allra manna og þekti lægni þína bæði í að selja og geima leinðarmál, en nú sje jeg að það máské hefði verið betra firi mig að senða það austur á seiðisfjörð, því þar á jeg kunningja sem jeg þori að trúa og sem selði firir mig í sumar 100 af feðorsrímun og fleira rusl sem þó var ekki so girnilegt, og senði mjer anðvirðið að stuttum t´ma liðnum sem mjer kom kom helður vel því jeg ehf lítið við að stiðjast, nú orðið, jeg vil því biðja þig að senða mjer það óselða með einhverri góðri ferð i sumar samt að halða eptir, firir firir höfu þína því líklega flækist það þó einhvern tíma út. hjeðan er fátt gott að frétta vetrar veðráttan hefur það sem af er verið mjög óstöðug og óhagstæð sífelður Jarðleisur og er það ekki hagfelðt eptir eins graslaust sumar og í ðag er goðhláka ef hún enðarvel, taugaveikin er hjer í bænum í húsi Sveinbjarnar föður Hannesar

þar eru 2 manneskjur ðánar úr henni, húsmaður, og Ingri dóttir Sveinbjarnar það er ekki óliklegt að viðar kunni að verða vart við hana hjer áður en líkur. Ellinður er við þetta sama að mestu leiti hann er mikið farið að kreppa það er út sjeð að hann hefur ekki fóta ferð framar, nú enða jeg þetta brjef sem jeg bið þig að misvirða ekki og kveð þig og alla þina með óskum als hins besta til nær og fjærveranði

Sigurbjorg EinarsDóttir

frostið hefur stigið hjer hæðst 14 gr og þá þótti mjer nógu kalt, því jeg er elði viðar laus í vetur,

Myndir:12