Nafn skrár:SigEir-1859-09-26
Dagsetning:A-1859-09-26
Ritunarstaður (bær):Ingjaldsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Eiríksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1824-00-00
Dánardagur:1876-02-18
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Glæsibæjarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Espihóli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Yngjaldsstöðum þan 26 September 1859

Kjæri mágur ætíð sæll það er efni þessara lína að láta þig vita að þórsteirn er búin að senda þér 7 dali af 5 enn ekkji veit eg hvenær sá eini kémur það verður samt einkvortíma í vetur, Jóhannes í dal hefur svarað svona - hann skal fá þá enn ekkért hefur til mín komið enn, sýðann eg fékk bréfið frá þér hef eg ekkji fundið hann enn viss maður er hann þó það hafi nú dregist svona hann hefur þurft mörgu að gegna í vor og sumar- bág hefur sumartýðin verið og þó tekur útyfir nú í hálfann mánuð einlægt regnog krakahríð heyfeingur lítill og ýlla verkaður og mikið úti allstaðar ekkji gét eg látið lifa útan 30 ær og 3 hesta og það með því móti agð eg nái því sem eg á úti svo sem 20 böggum í sumar sendi eg þér 20 pund af smjöri og það varð eg að kaupa á 2 28 hvert pund 2 dali af því átti þú hjá mér og eg hefði beðið þig um Ögn af kaffi og sikri þó ekki meira en sín 4 pund af hverju en bágt gétur orðið að koma því til mín því eg gat einasta komið þessu litilræði til þín í sumar af því eg léði hest í kaupstaðarferð en það er ekkji unna það

líklega verða svo ferðu til Húsavíkur að eg géti eygnast þæað þaðan ef þér væri ekki hægt að koma því fyrirgéfðu mér nú allt ruglið og sertu svo best kvaddur með Silter mini oglitlu frændum af þínum ónítum kuníngja

S EyríksSyni

Myndir:12