Nafn skrár:SigEir-1860-01-19
Dagsetning:A-1860-01-19
Ritunarstaður (bær):Ingjaldsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Eiríksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1824-00-00
Dánardagur:1876-02-18
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Glæsibæjarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Espihóli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

yngjaldsstöðum þann 19 januar 1860

Kjæri mágur óskir bestu

eg hefi tvisvar nefnt við jóhannes að þú óskaðir eptir að fá þessa 3 dali sem þú ættir hjá hönumm enn hann segir að sér hafi geingið ýla að selja bækurnar, því þær hafi verið jafndírar bókum í skinnbandi sem þú hafi verið seldur í dalnum sama veturinn enn þínar hafi verið í pappírsbandi sér hafi því hlotnast þeir efnamín fyrir kaupendur og hann sé enn ekki búinn að fá borgun fyrir 2 af þeim og fyrri géti hann ekki svarað því sem þú eigir hjá sér, enn víst fær þú þetta með tímanum því ekki þekki eg annað enn ráðvendni til hans fátt bl. til tíðinda hér - -

hefur verið hin jarðsælsta vet?? tíð sem menn muna eptir með sl?? staðviðrum það er að segja hier í síslu hestarnir mínur eru búnir að vera rétta viku í húsi og allstaðar er hér um sveitir nokkur jörð handa fé enn minni handa hestum fyrir ísalög og mjög lítið er búið að géfa þar sem landgott er heldur er hér sótthætt hér fara samferða slímsótt og barnaveiki og er hún mjög bráð þau sem hún stíngur sér niður á 2ur tímum skal hún hafa drepið barn á Fornastöð enn það er líka það versta sem eg hef heirt enn ómildur hirtíngarvöndur er hún því bæði slítur hún upp með rótum hinar úngu nlóntur og líka hleipir hún vilnan í hinar vöxnu eikur svo þær deija itl hálfs þó þær standi að eins fyrirgéfðu þetta mas mitt góði vinur og kistu sistur mína og litlu hnoðrana firir mig lifið þið öll í blessun drottins þess óskar þin vinur S Eyríks Son

Myndir:12