Nafn skrár:SigEir-1865-06-18
Dagsetning:A-1865-06-18
Ritunarstaður (bær):Ingjaldsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Eiríksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1824-00-00
Dánardagur:1876-02-18
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Glæsibæjarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Espihóli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Yngjaldsstöðum dag 18 Júní 1865

kiæri vin og teingða broðir best kiær heilsan

Jeg þakka þier og sistir minni alt gott unðan farið míer og mínum auðsint og sieri lægi tilskrif þitt með tekið í morgun, þar er þa first til að taka að mig hefði óafláta ?? lángað til að siá ykkur áður en þið fiarlægðust en það að likinðum fyrir ferst fyrir bágar kríngumstæður jeg hefi ekki verið heima í allt vor utan nú eina viku, samt ætlaði jeg að skreppa jnneptir þegar væri búið að færa frá svo jeg giæti fært þier ofaná eina köku, en frietti jeg að þið verðið farin þa forma jeg það ekkí, nú senði jeg þier ofur litla vaðmáls piötlu sem jeg bið þig að forláta því það er sára lítið, en eptir efnunum verður hvur örlátur að vera, fari svo að jeg gieti ekki funðið ykkur, þá bið jeg þig að ælla mier líáin, og ef þið ætlið að farga hártogi ykkar, þá bið jeg ykkur að ætla mér skál og disk og qvartil á jeg híá ykkur, það bið jeg þig að koma í geimslu hiá Davíð Sigurðssyni, brit eg svo saman þenna lióta og fá orða miða í mesta hasti hripaðan, og og fel ykkur að enðíngu þeim algóða Föðurnum í bráð og leingð á samt börnum ykkar, það mælir af hiarta og munni ykkar einlægur vel unnari

Sigurdur Eíríksson

S.T.

Herra Bókbinðara Jóni Borgfirding

á/Stóraeyrarlanði

við Akureiri filgir hvitur vaðmáls strangi merktur J B

Myndir:12