Nafn skrár:SigEir-1870-01-18
Dagsetning:A-1870-01-18
Ritunarstaður (bær):Ingjaldsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Eiríksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1824-00-00
Dánardagur:1876-02-18
Fæðingarstaður (bær):Vöglum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Glæsibæjarhreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Espihóli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hrafnagilshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Ingjaldsstöðum þann 18 janúar 1870

ástkjæri Jón minn Góði mágur

jeg þakka þjer allt gott mjer til handa og þá líka sendíngarnar í sumar nefnilega blöðinn af baldri go nefndarálitið umm það þógti mjer vænt og þú gjetur ímindað þjer hvað hróðugur jeg varð að fá nemdarálitið áður þíngmenn komu það gékk hjer mann frá manni til lestrar litlar varða frjettir því ekki er jeg því vaxinn vænt þógti mjer umm þegar forseti vesturheimsmanna fjekk síknardóm og hitt annað að Isabella drottíngu var hrundið frá stóli það þotti mjer gaman það segi jeg satt þegar Lögreglustjórninn í Reikjavík dróg í Svartholið hálfdauðann mann og hálsbrotinn annað gét jeg líka sagt þjer það er að Friðrik Halldórsson skólakennari fer að þvo af sjer lúsina og laknínga kákið af því hann hefur gengið að sögn svo vel framm í fjárhagsmálinu nú er jeg búinn mið brjefsefnið og bið jeg þig að firirgefa mjer hvað efnislaust það er nú er jeg líka að sofna allir biðja að heilsa þjer það vildi jeg að jeg væri kominn til ykkar litlu stund og væri í þá sjera mattías líka þar

viðstaddur þá skildi hafa gleðistund ?? jeg hef hana líka hjer hjá konu og börnum æ rvertu sæll og blessaður Guð annist þig og ykkuröll þess óskar þinn einlægur kunníngi

Sigurður Eyríksson

J;J; Borgfirðingur

Reikjavík

Myndir:12