Nafn skrár:SigJon-1856-11-18
Dagsetning:A-1856-11-18
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðruðal d 18 November 1856

Heiðraði Bókbindari herra Jón Borgfyrðingur

Það kom mér unðarlega fyrir þegar til mín kom bókapakki frá yður til mín að selja mér að öllu. þar sem Við erum að öllu hvorödrum ókkunnugir og jeg á hina seðuna hef ekkert með bækur að gera til að selja þar sem jeg er á Eiði fjöllum lángt frá öllum mönnum. og get heldur ekki Verið að senda menn mína út um sveitir með ónítan Varning eins og jeg tel Rimur þessar sem þjer senduð mer enn látum nú þó rimurnar sjálfar Vera. Efnið er alkunnug og ekki ljótt og yrki Sigurður Breiðfjörð er alkunnugt flestum Vel liðið. þetta hafið þjer Vitað og þvi hlaupið til að koma þeim á gáng og það mun lika koma fram að þær gánga út af þvi þær eru sem ekki neitt flestir segja mig munar litið um 16 Sk. Enn mín meining er nú önnur Rimurnar eru oheyrilega dýrar og ókauðanði þvi fyr má nú græða á utgafu boka þó ekki sé annað eins Við skulum nú sjá það hefur Verið Vani á Eyafyrði eða Akureyri að leggja upp 12 hundruð og það geri jeg um þetta upplag kostar þá upplagið yfir höfuð 200 dali selpunður eiga að fá 40 dali. og prenttunar kostnaður á finni ork hér sem 24 dalir. þvi ein örk er í Rímunum, nú skulum við enn sleppa 16 dölum til utflunings á Rímunum og til ýmsra annarra hluta sem Vel er li lagt, eru þo eptir 120 dalir í ávinníng. Nú getum Við séð ?? í hvorri Vera að þetta er utgefið og þetta tel jeg sem ólíðandi af Amtsbúa mínum. þar fyrir er ekki ?? yður heldur geta margar bækur ???

hlyúngi þvi er nú miður. I fullkomnu broðerni get jeg sagt getur það að það var nóg að setja þar á 8 sk og þar útaf gat komið Viðunanlegur gróði. Og jeg kunnað betur Við að fá 1rd í sölu laun heldur enn 2rd af því sem þjer senðuð mer Þá er að minnast á Rímurnar yfir höfuð að jeg hef gert? alt til sem mér Var mögulegt að koma þam út Póstur tók af mér 30 og annar maður 20 og Vona jeg þar fari 4 eru seldar hér hjá mér. Enn að hvað miktu þjer fáið borgun fyrir þar núna get jeg ekki sagt fyr enn póstur kémur. 1 ritreglu kverið bæði jeg yður að senda mér með pósti. Þjer tilgefið mer sagt þetta því það er að miklu leiti gamans glettni Við getur og hitt ða jeg vil ekkert með bækur hafa til að selja.

Vinsamlegast

SJónsson

Myndir:12