Nafn skrár:SigJon-1858-04-01
Dagsetning:A-1858-04-01
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 1. Apríl 1858

Hattvirti Elskulegi Vinur minn!

Hjer með þakka jeg yður alúðlegast tilskrifið og sendinguna með seinustu póstferð, og þótti mjer vænt um þjer gátu orðið Við bón minni að geta utveg að mjer postilluna; og ætti jeg þvi síður að draga yður lengi á Verði hennar, sem þjer máskje hafið haft mikið fyrir að utvega mjer hana; og vil jeg því koma Verði hennar til yðar með þessari póstferð. ásamt Sálma bókar verðinu, sem er til samans 4rd 1m. þá minnir mig að eptir muni stunda af bóka Verðinu í Sumar og haust 94 sk. og Vil jeg losa mig Við það líka. en þar hugsa jeg Axel kvæði sé ekki með reiknað eður 1 Þjalar Jóns saga, Verður þetta til sumans 5rd 14Sk. þá er nú líka að minnast á Indriða rímur, þó nokkuð sé en óselt af þeim Vil jeg þo nú í þetta sinn jgöra mig kvittan við yður, og sendi yður það sem mig minnir að eptir standi af Verði þeirra og er það 1rd 2mj. Verður það þá allt til samans 6rd 46sk. sem brefinu á að fyljga. Jeg bið yður að athuga nú þenna flítirs reikning og gjöra athugasemðir um hann til mín, ef i einhverju kann út af honum að bera. því jeg hef optar annað að

að hugsa, en að gera aldeilis Vissa smá sakir mínar Við kunningja mína, en á hina síðuna Vil jeg að allt geti staðið heima sem jeg á í viðskiptum Við Veini mína, og gera því Vinir minir mjer ekkert þekkara, en leiðretta það sem skakkt kann að Vera. og þetta eptir læti Vona jeg þjer veitið mjer, sem aðrir Vinir mínir; nú hætti jeg að tala þetta Vinur minn Það fór að koma kvik á sveitunga mína þegar þeir sáu í Norðra að hann óskaði eptir Ambeilis sögu, og hafa þeir tínt til mín ímsar ligasögur og Rímur til að bjóða ykkur að kaupa til prentunar, eður til hvers sem ykkur kynni að líka; og nú til að gera afsökun mína sendi jeg yður lista yfir þetta rusl og bið yður að bjóða hverjum sem vill, þetta sem listin inni heldur. Þ laxdal hefir líka óskað eptir ljóðum Sera Páls skálda en til min er komið kvæðið "kóngs af hátign kjörin Syslumaður" og Ríma sem honum er eignuð, og honum er lík, og er kölluð Tíkar ríma, þetta stendur honum til boða m´la borgum. Það er á rímunni að sjá, að hún sé kveðin á Bessastöðum Já jeg var að athuga betur bóka reiknin okkar og mun hafa vantað til, sem mig grunaði að munði geta verið og bæti því Við 24sk og Verður þá allt 6rd 70 sk. Nú hætti jeg i bráðina Vinur og bið yður til gefa mjer hastin jeg er yðar skulðbundin Vinur

SJónsson

Myndir:12