Nafn skrár:SigJon-1858-11-23
Dagsetning:A-1858-11-23
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 23 November 1858

Elskul vinur minn!

ÞAð er nú loksins mál vinur góður, að þakka þjer fyrir sendinguna í SUmar, þúsund og eina nótt ásamt riti Halldors Friðrikssonar. og nú aptur með pósti Pjetursonar kvöldlestrar bók og felags ritin, sem eru mikið ágæt, enkum að þeim parti sem Jón Sigurðsson á i þeim, það er einhver sa ágætasti þáttur sem jeg hef eptir hann lesið, og er þómargur til eptir hann góður. tilvonandi þýngmenn hafa þar óuppausanligan brunn, til allra þarfligra uppgötvana og enga síður geta almeigin í sveitunum grunðað hvað okkur Vantar, og hvað við höfum fengið. Haminguni se nú lof nú fáum við, í sumar, að likundum þá bestu þýngmenn sem auðið er að fá, og þá vænt um við þeir vinni mikið. landi og lyð til heilla Já illa gengur mér með Sólonssöguna þar eru fáar farnar en ekki er en fullreint, en hinar að mestu farin, en allt kémur fyrir eitt þú færð ekkert fyrir þær í þetta sinni, einungis borga jeg þjer núna, Kvöldlestrar bækurnar og Fjelags ritin

og 2j að auk og verða það þá 4rd, því gott er að standa vinum sínum skil á þvi sem hægt er Þá atla jeg að minnast á það, hvað viltu géfa þjer að skaðlausu fyrir skruddurnar þær i sumar, það er ekkis trangur maður í stríði sem á þær, og hefur gefið mjer sjálfdæmi með söluna og mattu vita að jeg vildi ekki snnða þig. Sá sami á að fá þúsund og ein anótt og vil jeg hann fái af drætt af verði þeirra petir okkur samkomu lagi Veturin hefir verið góður það af honum er, en haustið óumræði legt, jeg vil ekki minnast á það stríð sem menn höfdu á því tímabili, og fjártap meira og minna með, jeg misti 19 mjólkur ær og hef enga síðan seð, og fáar kyndur geldar Að þessu flytirs rugli enðuðu kveð jeg þig með konu og hverju sem mera er og er jeg

þinn

skuldbunðin vinur og velunnari

SJónsson

Myndir:12