Nafn skrár:SigJon-1860-07-08
Dagsetning:A-1860-07-08
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 8 Júli 1860

Elskul Vinur!

Hér með þakka eg þér fyrir alt gott Við mig æfinl Eg fekk bréf nuna frá Vin okkar Herra Jóni Árnasyni í Reykjavík og getur hann þess að þú segist hafa Grílu kvæði frá mér sem þú Vitir ekki hvað þú eigir Við að gera, og segist hann skrifa þér að þau muni hafa átt til sin að fara; og er það rétt til gétið, kvæðið átti til hanns að fara, og þvi sendi eg þér það, af þvi þú varst búinn að skrifa mér um það að þú skildir taka á móti þvi er eg gæti sent honum, og sendi eg því þetta kvæði aptur ef hann hefur það ekki, og bið þig að koma þvi til hanns. kvæði þessi voru mér leínuð með þvi þau fengist aptur, og þetta gæti látið sig gera með timanum, ef eigandin helur mér þau ekki alveg eptir Nú sendi eg þér borgun fyrir Sumar gjöfina í dal, Bænina hanns fændu mins hef eg mörgum boðið að kaupa, og vill engir slá úr á það, þær voru 10 og hef eg til

til að losant við þær géfið þær allur sinnan, og Vil eg nú losast Við þær og sendi mið brefinu Verð þeirra rumliga 1/2 dal so í brefinu er 1rd Enn um Sögur þínar er suma að segja og aður að engin keupir þær framar hvað sem nú á Við þær að gera

blessaður

SJónsson

Myndir:12