Nafn skrár:SigJon-1860-09-30
Dagsetning:A-1860-09-30
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 30ta September 1860

Elskul Vinur!

Þitt goða tilskrif seinast, ásamt með fylgjandi Sumargjöf þakka eg þér aluðligast, ásamt öllu goðu að undanförnu Það kemur sér mikið vel, að nú er fátt hjá mér af bókum til að selja, enda gengju þær nú illa út á þessum harðinda tíma mér er hreint ómoguligt að geta sargað ut neinu af þessu gamla rusli sem eg hef, hvorki þínu né annara, og Vil eg nú fá að Vita hvort þú Vilt ekki fara að fá það til þín sem eptir er óselt af Espholins sögum þínum, þvi þér gengur máksie betur að selja en mér. Eður að öðrum kosti Vil eg vita hvort þú Vilt ekki rínga þær i Verði og eg reini so en komandi Vetur að bjóða mönnum þær, eg er farin að þreitast á því að bjóða bækur (Vinur minn) til ónytis. Gaman hefdi eg af að sjá Svöfu ef hún Væri til þin komin. Reindu líka að láta mig fá þessa árs Skírnir eg borga einhverntíma það sem eg kaupi sjálfur, en leiður að borga það sem aðrir kaupa af mér, en borga þo aldrei, eins og tíðum gengur Jeg ligg her inni brefið fyrir Sumargjofina 1/2 dal eður stendur það ekki heima

Vertu nú Vinur i kærleika kvaddur af þínum Vin

SJonssyni

Myndir:1