Nafn skrár:SigJon-1861-11-24
Dagsetning:A-1861-11-24
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 24 Novem 1861

Elskulegi Vinur minn!

Bestu þakkir fyrir tilskrifið sénust ásamt þar með fylgjandði Reikníngsbók Jóns Guðmundssonar og 2 hefti af Alþýngistíðindonum eg get raunar ekki að mér gert, að lesa þau ekki, þó mér þyki sumir nokkuð orð margir, en best eru þau farinn að minni skoðun, að þýngræður og nefndur álit fylgi hvort með öðru, en nefndur álit og bænar skrár með eg að engu fyrir mig, ef þýngræður Væru engar; annars er alt þetta utan við mig að öllu leiti so eg ætti aldrie að sjá þýngtiðindin, eg er þvi nærst sem utilegu maður langt frá öllum, get lítið hagnið lítið talað, og ekkert skrifað, so þank. og hendur standi ekki sett í hvoru áttinu. þeir sem hafa keipt af mér eður þúsunð og eina nótt hafa nú afbeðið hana, en þó held eg að eg reini að surgu henni út áður en langt um líður, en nú er eg so pennga kortur að eg get ekki borguð þér alt sem þú hefir sent mér í þetta sinni. Eg borga Reikningsbokina. Félagsritin einn part af þusund. Undínu, og Heljarsloður orustu sem alt verður samanlagt 3rd 12 sk. en hitt annað Verður að bíða til seinni tíma. Jafn vel þo og áður hafi fengið þessa Árs Skrírnri bið eg þig samt að senda mér 1þu??? ef þú hefir hægðir á. Eg mun nú ekki að masa meira um bækur Vinur minn og verð þvi að hætta, felanði þig og þína almáttugum guði her og síðar það mælir þinn vinur

SJónsson

Myndir:1