Nafn skrár:SigJon-1863-01-18
Dagsetning:A-1863-01-18
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal d 18 Januar 1863

Háttvirti elskul Vinur minn!

Hér méð þakka eg þér aluðlegast fyrir tilskrifið, seinast með póstinum, og þar með fylgjandi þá bók sem eg hafdi þig umbeðið eða "6 það var su bók sem til mun Vera á dönsku um ferð Shaffnirs hér um land og grænlagd, so þú hefir góði Vin raðið í það réttu um bók þessa, þó eg áður nefndi Shaffnirs bók, því mér var sagt það Væri sú sama sem eg áður hafdi fengið á Engelsku, og hafdi ekkert með að gjöra. Bók þessi sem þú sendir er mikið skemtilig og er mikið lík höfundi hennar, sem sýndist að Vera ekki frá því að Vera Skrumsumur æringi en mikið ljúfmenni mun hann Vera, eins o gallir sem Voru í þeirri verð, bók þessi má fremur dír heita (en engin deir þí dýrt kaupi, en þar eg bað um bókina raga eg ekki um verð hennar, og sendi eg þér 2rd með míða þessum en pósti fekk eg 48 sk og þá stendur heima

En hvert eg get selt Stafrofs kverin þin má hamingan vita nokkurr tíma eður aldrei, eg held menn séu farnir að hætta Við að kénna börnum að stafa; og hefi haft stafrofs kver frá Joni okkur Árnasyni til sölu, og gengur ekkert þeirra út, aukheldur ef eg hefi fleiri að bjóða, en af því kverinn voru so fá sendi eg ?? þér 1rd fyrir þau, hvert þun ganga nokkur tíma út eður ekki það setur Við það. ekki get eg sent þér núna það sem á Vantaði í haust eg er með öllu skildinga lans, þa margt komi og borgi nætur greiða það lyggur fremur ílla á mér nuna, og hefir legið í Vetur af því að ÁRni minn eini sonur sem teljandi er hyggur í hnjámeini á Hofi í Vopnafirði, og ekki Víst að eg sjá hann fram í þessu lífi, en guð ræður hvað hann gerir Við mig í því sem öðru, það Verður alt mér til hins bestu; eg eignaðist son í haust, og hefi eg en sem komið er litið gaman að honum, en sú tíð getur komið ef Við lifum báðir að han Verði mér til ánægu Nu er mál að hætta goði Vinur þessu ragt og biðja þig aluðlega til géfa mer það

Vertu með öllum þinum guði falinn af þinum Vin og velun?

SJonssyni

Myndir:12