Nafn skrár:SigJon-1870-10-09
Dagsetning:A-1870-10-09
Ritunarstaður (bær):Möðrudal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 101 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Sigurður Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1818-05-07
Dánardagur:1878-03-07
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Jökuldalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):N-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Möðrudal 9. October 1870

Háttvirti besti vinur minn

Bestu alúðar þakkir mínar eiga línur þessar að færa þér fyrir þitt góða bréf seinast, ásamt öllum alúðlégum vinskap þínum til mín frá því fyrstu alt til þessa tíma. Eg fæ þér ekki fullþakað að þú náðir þessum 6 dölum hjá Sveini heitnum Söðlasmið enda þó hann sæi um að láta það ekki vera ofmikið, en við það verðr að sitja, og hefði eg ekki uppá hann talað framar þó lifandi hefði verið, og þaðan af siður þegar hann er kominn til síns samastaðar. þú æskir eptir að vita hvða þú egir að gera við þessa dali, og verð eg fyst að mælast til af þér að borga fyrir mig þjoðólf það fyrstu að skeð getur ritstjóra hanns þar næst bið eg þig að borga ritsjora Baldur 3 Exemplör sem þú hefur sent mér þetta ár, eg vil ekki hann missi verð

hanns frá mér enda þó þeir sem kaupi hann hjá mér borgi hann að engu, sem ekki er von til, þeir hafa látið vera að borga hann sem annað fleira þó alt hafi verið Islendinga bragur er ærið napur fyrir þá sem eiga hann, og segi eg þér satt að hefði Grímur karlinn Tomsen ekki verið gestur minn í sumar hefði eg súngið honum braginn, og enda snuprað hann annað meira, en hann naut þess greið að hann bað mig um husa skjol. Það sem eg við þig að borga er 3rd 56Sk ,en hitt sem eptirstendur má vera þar til eg kalla það. Eg hefði sendt borgun fyrir blöðin í haust hefði Skóla piltur komið hér að vanda á suðr leið sinni, en það brást Af sjálfum mér er lítið að segja eg hrasla þetta af, fult so vel sem flestir aðrir, þrátt fyrir það að eg hefi mist um 100 fjar hvurt haustið eptir annað tvö undanfarin ár Já guði góðum sé lof eg hefi aldrei liðið neina nauð af sulti sem flestir aðrir

heldur þvirt á móti haft alt nóg, og þar á ofan getað hjálpað mörgum um mat sem bágstaddir hafa verið. Hér er almenn bagindi manna á milli áhvurju ári. Skulðir manna fjarskalegar, sem aldrei verður úr komist hvurnin sem árar það er mál að hætta þessu bulli. og fela þig og þina góðum guði. það girir þinn Skulðbundinn vinur og velunnari

SJónsson

Myndir:12