Nafn skrár:SofDan-1887-10-21
Dagsetning:A-1887-10-21
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:Soffía var dóttir Jakobínu og Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs 3524 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir og Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:foreldrar
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Soffía Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1862-03-03
Dánardagur:1907-02-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

23/11 87.1 28/1187.

Reykjavík 21. október 1887

Elskulegu foreldrar mínir!

Guð gefi að þetta blað megi hitta ykkur og alla heima glaða og heilbrigða. Það er að líkingum bezt að víka sem fyrst að því er síðast var frá vikað. n.l. ósamsindunum öllum sem og skrifi frá Seyðisfirði og taka þau aptur og biðja fyrirgefningar á þeim Jeg vissi ekki fyr enn um borð að skipið ættlaði sunnanm það hefir sálfsagt verið tekið rángt epti ir kapteininum framar en hann haf haf gamanaf að ergja okkur fræð því að hafa það á siði. Laura er nú að hafna sig eptir vestur lands túrinn því það eina var hæft í fregninu að hún átti að færa að vesturland inu með þetta korn

Við fengum ágætt veður á leiðinni suður, fyrri daginn; síðari daginn nokkurn mót vind svo skipið varð dálítið seinna en það bjóst við það ættlaði að ná hingað á fimmtu dagskveld en varð ekki fyr en morguninn eptir

Jeg var óttalegur garníur alla leið, gat varla snúið höfðinu á koddanum án uppkasta, eg reyndi það ekki heldur mikið því strags sem jeg kom um borð mátti eg drífa mig upp í rúm, mjer hefir sjálfsagt gjört það illt að jeg var svo soltinn þegar jeg kom í skipið kl. 8 um morguninn, við fórum á flakk kl. 6 og vorum að tína saman dótið okkar og lýta eptir að það komist um borð, þess þurfti sannarl. þvi fólkið ljet rjett eins og tröllt, allir gátu ekki komið sínu í einu þar sem far þegjar voru yfir 100 en það leið svo stutt á milli þessum pípað var, svo margir voru með öndina í hálsinum af hræðslu um að þeir yrðu strandaglópar Jeg gat ekki bragðað nokurnhlut fyr en jeg kom hingað utan einn bjór sem mjer var ráð lagt að drekka við sjoveiki mjer varð heldur gottaf honum jafnvel þó jeg kastaði honum fljótt upp, jeg gat fengið svo mikið sem eg vildi af svo góðu, en jeg hafnaði öllum góðum boðum þegar jeg sá hversu óðohóflega aðrir brúkuðu ölið jeg vildi ekki vera ein í þeirra tölu fyrri daginn tók einn piltur sjötíu

eptir því, svo bjó jeg um mig og hertók þannig það herbergi, það var nl. af því að afgangs pláss var á domu káetunni, að þeim hefir þótt órímil. að pilt ar og stúdentar þyrftu að troða sjer svo saman því það var víst smátt um pláss hjá þeim.

Hjer þótti gaman og ekki gaman að sjá Egil á Reykjum frænda, hann kom hingað til Rv. um sama leiti og jeg, í þeim erindagjorðum að láta lækna sje kinnina sem hann er búinn að hafa íllt í í tvö ár það er átumein sem komiðer í beinið sem læknirinn þarf að taka stykki úr kjálkanum og svo er gat í gegnum kinn ina sjálfa Feherlek tók tvö bein á sunnudaginn og sagði þá um leið að það myndi ganga háflur mánuður til þess að Tak það sem þyrfti að þenna af kjálka beininu Hann er hress og kátur fyrir þessu öllu en fjars kann allann fann hann til þegar læknir inni tók þessi bein hann hafði næstum slitið annað þeirra burt, Guðrun systir hefir hann í húsinu hjá sjer og gjörir hún það meira af vilja en mætti, hún hveið svo fyrir ef hann ætti nú lengi í því og maske lifði það ekki af það verður eflaust þröngt í búi hjá G. því nú hefur hún engann kostgangara; hún gat engann feingið, þeir rífast um þa her í bænum, en það gat hún ekki fengið og til að hlaupa í kapp við nokkurn, eg veit því hreint ekki á hverju hún getur lifað hún hefir engum heldur

bjóra náttúrl. brúkaði þann það ekki allt sjáflur, en fallega söng hann um hveldið þetta var bróðir Stefáns factors a Djúpavog Guðm. Emíl að mafni hann vildi fá leyfi hjá okkur - Söndru og Margretu dóttur sjera Þors á Hofi vidvorum allar á sömu koju- að koma annan hvern tím með öl til okkar. Alls gengu upp 200 bjórar á öðruplássi þann dag, þar var þó ekki nema fólk af skárra tæi hitt allt varniðri í lest og að eins ein stúlka á fyrsta plássi sem dauð leiddist þar í fín heitunum, hún var mág kona Vatnis, og því allt of sinspilt fyrri en annað pláss, það lá við sjálft að við þyrftum að taka fyrsta pláss, Björg vin reyndist okkur vel Til að sporna við því, eins g hann hjet sjer aumt um okkur alla leiðina, hann gat með mannind um feingið okkur á nemda eina kompu, en stýri mans meipar vildi samt ekki skrifa númeriðá henni á farseðlana okkar hann sagði að það gæti vel skeð að við fengum ekki að halda henni, jeg gjörði mjer svo hægt um hönd og fjekk karl á dekkinu til að bera ofan kófortið mitt og rúmfötin og spurði ekki um leyfi það voru svo mikil þrengsli að það tók enginn

getað leigt svo hún er ein í húsinu með Kristín og vinnu konuna. Margrjet er við kennslu ein hverstaðar.

Jeg fór í kirku á sunnudaginn Jón gríms son prjedikaði og þótti mjer gott að heyra til honum hann á að víast næzta sunnudag til aðstoðarprest hjá sír Hallgrími dómkirkjupresti.

Anna biður kærlega að heisa ykkur og afsaka að hún getur ekki skrifað í þetta skipti, hún og Halldór ei síður. tóku mjer bæði vel, samt sem áður hafa þau ekkert brík fyrir mig því nú hafa þau þrjár stúlkur, hafa bætt við unglingi áþretánda ári til þess að passa börnin þau ættla nú sjálf sagt að bæta einu við einhverntíma í vetur. þau eru ekki vel frísk börnin Jóhann er alltaf slæm í maganum og Sofía ekki laus við hósta.

Jeg veit ekki neitt merki legt sem hægt er að skrifa hjer úr bænum jeg er líka svo ó kunnug Jeg sje að allstaðar er flaggað í dag í hálfa stöng og heyri sagt að það eigi að jarð singja mann sem dá snemma í sumar þaðer stjúpi frú Herúlfs, sér Sk. og Margrjet gæta gizkað á því hann var ekki jarðaður fyr

Jeg má nú tilað hætta, eg er ef til vill enginn skaði í því, en áður bið eg ykk ur elsku pabbi og mamma að fyrirgefa þetta fátæklega brjef og taka viljann fyrir verkið. Verið síðan beztu óskum kvödd og guðs vermd á hendur falin af ykkar elskandi dóttur

Sofíu

Myndir:1234